Læknaneminn - 01.04.2018, Page 28
R
itr
ýn
t e
fn
i
28
Legháls-
krabbamein
Inngangu r
Á Íslandi greinast árlega um 16 konur
með leghálskrabbamein og eru þetta um
2,1% allra krabbameina sem greinast hér
lendis.2 Meðalaldur kvenna sem greinast
með legháls krabbamein á Íslandi er um 45
ár sem er heldur lægri en í öðrum krabba
meinum.1 Skipulögð leit að forstigum
legháls krabbameina hófst á Íslandi árið 1964
og síðan þá hefur bæði ný gengi og dánar tíðni
sjúk dómsins lækkað veru lega. Við leitina er
tekið frumu strok frá leghálsi til að greina
frumu breytingar sem hægt er að fylgjast
með og með höndla áður en þær þróast yfir
í krabba mein.3 Í dag er legháls krabbamein
þriðja algengasta krabbameinið í konum
á heims vísu og hefur jafnframt aðra hæstu
dánar tíðnina.4 Mestu áhrif sjúkdómsins
koma fram í þróunarlöndunum, þar sem
Krabbamein
í kvenlíffærum
Dóra Sigurbjörg
Guðmundsdóttir
læknanemi á fjórða ári
2017-2018
Freyja Sif Þórsdóttir
læknanemi á sjötta ári
2017-2018
Arna Rut Emilsdóttir
læknanemi á fimmta ári
2017-2018
Ásgeir Thoroddsen
sérfræðingur í fæðingar- og
kvensjúkdómalækningum
Elísabet Arna Helgadóttir
sérfræðingur í fæðingar- og
kvensjúkdómalækningum
Tafla I. FIGO-stigun leghálskrabbameina.19
I Æxli staðbundið við legháls
IA1 Innvöxtur í starfsvef (e. stroma) ≤ 3 mm dýpt
IA2 Innvöxtur í starfsvef á 35 mm dýpt
IB1 Sjáanlegt æxli < 4 cm
IB2 Sjáanlegt æxli > 4 cm
II Æxli vaxið út fyrir legháls
IIA Æxli vaxið í innsta þriðjung legganga
IIB Æxli vaxið út í vefinn í kringum leghálsinn (e. parametrium)
III Staðbundin dreifing á æxli
IIIA Æxli vaxið niður í ysta þriðjung legganga
IIIB Æxli vaxið út í vefinn í kringum leghálsinn og út í grindarvegg
IV Æxli vaxið í þvagblöðru og/eða garnir og/eða fjarmeinvörp
IVA Vöxtur í þvagblöðru og/eða garnir
IVB Fjarmeinvörp, þar með talin í kviðarhols og/eða náraeitlum (e. inguinal lymph nodes)
Krabbamein í innri kynfærum kvenna eru um það bil 8% allra illkynja æxla hjá konum á Íslandi.1 Sumt
eiga krabbameinin sameigin legt en annað ekki. Megin áhættuþættir þeirra eru vel skilgreindir en þeir eru
ólíkir í hverju krabba meini. Einkenni þeirra eru almennt ósértæk en aðeins er skimað fyrir einu þeirra.
Meðferð og horfur eru að sama skapi ólíkar en krabba meinin eiga það þó sammerkt að miklu máli skiptir
að greina þau sem fyrst, það er áður en æxlisvöxtur dreifir sér. Mikilvægt er því að þekkja vel til einkenna,
áhættuþátta, greiningar- og skimunar aðferða. Í þessari grein verður fjallað um þrjú algengustu krabbamein
kven líffæranna; krabbamein í legbol, leghálsi og eggjastokkum.