Læknaneminn - 01.04.2018, Side 33

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 33
R itr ýn t e fn i 33 en meðalaldur við greiningu er um 65 ár. Legbolskrabbameini má skipta upp í gerð I sem eru hormónatengd æxli af lægri gráðum og gerð II sem eru illvígari mein. Meðferð byggist einna helst á skurðaðgerð með brott­ námi legs, eggjastokka og oft eitla í grindarholi en ósjaldan þarf einnig eftirmeðferð í formi geisla­, lyfja­ og/eða hormónameðferðar. Krabbamein í eggja stokkum, eggja leiðurum og lífhimnu Inngangur Eggjastokkakrabbamein er það krabbamein í innri kynfærum kvenna sem dregur flestar konur til dauða.4 Á árunum 2001­2010 greind ust að meðaltali 17 konur á ári með ill­ kynja æxli í eggjastokkum og árlega létust 16 konur af völdum sjúkdómsins á sama tímabili.1 Krabbamein í eggjaleiðurum og lífhimnu er náskylt eggjastokkakrabbameini en meðferð þeirra og horfur eru þær sömu. Enn fremur hafa nýlegar rannsóknir bent til sameiginlegs uppruna þessara sjúkdóma og því oft fjallað um þá sem einn sjúkdóm.61,62 Hér eftir verður því átt við þessa þrjá sjúkdóma þegar orðið eggjastokkakrabbamein er notað. Áhættuþættir Orsakir eggjastokkakrabbameins eru ekki þekktar en nokkrir áhættuþættir hafa verið skil greindir. Fjölskyldusaga er sterkasti áhættu þátturinn en um 5­10% greindra tilfella eggjastokka krabbameina tengjast þekktum stökk breytingum. Stærstur hluti þeirra eða um 90% tengjast stökkbreytingum í BRCA1- og BRCA2-genum en 10% tengjast Lynch­ heilkenni.63 Talið er að líkur á að einstak lingar með BRCA1- eða BRCA2­stökk breytingu fái eggjastokka krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni séu 18­44% samanborið við um 1,5% hjá almennu þýði.64,65 Ýmsir hormóna­ og æxlunartengdir þættir (e. repro ductive) hafa einnig áhrif á áhættu á eggjastokka­ krabbameini. Almennt eru þeir þættir sem stuðla að auknum fjölda egglosa svo sem snemmkomnar fyrstu tíðir, síðkomin tíðahvörf og egglosörvandi lyf taldir auka hættu á eggjastokka krabbameini.66 Þættir sem fækka egglosum eru aftur á móti taldir minnka líkur á eggjastokka krabbameini en þar ber helst að nefna notkun getnaðarvarnarpillu, barneignir og brjóstagjöf.66­69 Vefjagerð Vefjagerðir æxla í eggjastokkum eru margvís­ legar og endurspegla þá vefi sem þar er að finna. Þau eru flokkuð eftir upprunavef sínum í þekju frumukrabbamein (e. epithelial carci- noma), kynfrumustrengs stoðvefsæxli (e. sex cord stromal tumors) og kímfrumu æxli (e. germ cell tumors). Þekjufrumu æxli eru algengust eða um 90% illkynja æxla í eggjastokkum.66,70 Skiptingu þekjufrumukrabbameina og inn­ byrðis hlutfall þeirra má sjá í Töflu III.71­75 Einnig eru til svokölluð jaðaræxli (e. borderline tumors) í eggjastokkum en þau einkennast af afbrigðilegum (e. atypical) frumuskiptingum þekju án íferðar í stoðvef. Algengustu vefjagerðir jaðaræxla eru sermiæxli (e. serous borderline tumors) og slímæxli (e. mucinous borderline tumors)71. Þau greinast oftar í yngri konum en ífarandi krabbamein76 og eru í langflestum tilvikum á stigi I við greiningu. Horfur eru því mjög góðar.77 Einkenni og greining Einkenni krabbameins í eggjastokkum eru almennt lítil og ósértæk og greinist sjúk­ dómurinn því oft seint.1 Meirihluti sjúk­ linga með ífarandi æxli greinist eftir að sjúk dómur hefur dreift sér um kviðarhol.66 Helstu einkenni eru fyrirferð í kvið, aukið ummál eða þensla á kvið, verkir í kvið eða grindar holi, uppþemba, lystarleysi og ýmis önnur meltingarfæraeinkenni.78 Einkenni geta bæði stafað af vökva í kvið eða af þrýstingsáhrifum frá æxlinu sjálfu til dæmis á görn. Auk þess getur mæði komið fram vegna fleiðruvökva.79 Ef grunur vaknar um meinsemd í eggja­ stokkum þarf að fá góða lýsingu á einkennum sjúklings og ættarsögu um illkynja sjúkdóma. Einnig skal gera líkamsskoðun þar sem mikil­ vægt er að athuga hvort fyrirferð þreifist í kvið eða grindarholi, hvort merki séu um fleiðruvökva og hvort eitlastækkanir í nárum og ofan við viðbein séu til staðar.79 Með ómun um leggöng má meta blöðrur eða æxlisvöxt á eða við eggjastokka og hvort merki séu um frían vökva aftan við leg.80 Við grun um eggjastokkakrabbamein er alltaf tekin tölvusneiðmynd af kviðarholi til að meta frían vökva og æxlisdreifingu í kvið.79 Glýkópróteinið CA125 er almennt mælt ef grunur er um eggjastokkakrabbamein en hlutverk þess við greiningu sjúkdómsins er þó umdeilt.81 CA125 er einungis hækkað hjá um helmingi kvenna með sjúkdóminn á stigi I og það getur enn fremur hækkað við ýmsar aðrar aðstæður til dæmis sýkingar og legslímuflakk. Næmi og sértæki við greiningu á sjúkdómnum á lægri stigum er því lítið en mælingar geta þó verið gagnlegar til að fylgjast með árangri meðferðar sem og framgangi og endurkomu sjúkdóms.76 Endanleg greining liggur ekki fyrir fyrr en að skurðaðgerð og meinafræðirannsókn lokinni. Ekki er mælt með ástungu eða sýna­ töku úr æxli þar sem það getur aukið líkur á dreifingu sjúkdóms.80 Við greiningu skal stiga sjúkdóm, greina vefjagerð og flokka eftir uppruna í eggjastokka­, eggjaleiðara­ eða lífhimnukrabbamein. Gerðar hafa verið ýmsar tilraunir til skimunar fyrir eggjastokkakrabbameini hjá almennu þýði síðustu áratugi til dæmis með reglulegri ómskoðun um leggöng og mælingu á CA125.82 Fæstar þeirra hafa sýnt fram á bætta lifun og er því almennt ekki mælt með reglubundinni skimun fyrir þessum sjúkdómi í dag.83 Annað gildir þó um konur sem greinst hafa með stökkbreytingu í BRCA­genum. Á Landspítala er í dag er mælt með kven­ skoðun, ómskoðun um leggöng og mælingu á CA125 á sex mánaða fresti frá 30 ára aldri. Tafla III. Hlutfall vefjagerða af illkynja þekjufrumukrabbameini.71-75 Vefjagerð Hlutfall Sermikrabbamein (e. serous carcinoma) 53­75% Legslímulík krabbamein (e. endometrioid carcinoma) 10­16% Tærfrumukrabbamein (e. clear cell carcinoma) 8­12% Slímkrabbamein (e. mucinous carcinoma) 3­13% Ósérhæfð krabbamein (e. undifferentiated carcinoma) 2­5% Þekjusarkmein (e. carcinosarcoma) 2­10%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.