Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 36
R itr ýn t e fn i 36 Sjúkratilfelli af meltingardeild Hér kemur sjúkratilfelli af meltingardeild, skrifað eins og það var unnið upp í tímaröð frá komu einstaklingsins á bráðamóttöku að eftirliti á göngudeild. Tilfellið er sett upp til að vera áhugavekjandi og reyna á klíníska uppvinnslu lesandans. Saga og skoðun 74 ára gömul kona kom inn á bráðamóttöku Landspítala í júní 2017 vegna mæði, vaxandi máttleysis og slappleika undanfarnar tvær vikur. Deginum áður varð hún vör við að húðin virtist hafa gulnað. Tæpri viku fyrir komu á bráðamóttöku „hvarf nánast“ matarlystin og samhliða var hún með niðurgang nokkrum sinnum á dag. Hún neitaði svima, höfuðverk, kviðverk, ljósum hægðum eða dökku þvagi. Hún hafði ekki verið með hita síðastliðnar vikur og neitaði þyngdartapi og nætursvita. Fyrra heilsufar: • Frumkominn rauðkornadreri (e. polycythemia vera) – frá 71 árs aldri og er í virku eftirliti hjá blóðsjúkdómalækni. • Háþrýstingur frá 44 ára aldri og er í virku eftirliti hjá hjartalækni. • Gáttatif (e. atrial fibrillation) frá 63 ára aldri, er í virku eftirliti hjá hjartalækni. Lyf við komu: • Rivaroxaban, 20 mg x 1 síðan nóvember 2015. • Valsartan/Hýdróklórtíazíð 160/12,5 mg x 1 síðan 2007. • Metóprólól 47,5 mg x1 síðan 2007. • Hún neitaði inntöku náttúrulyfja og hafði undan farna daga tekið 4­5 töflur af paraseta móli samanlagt. Skoðun við komu: Lífsmörk við komu: Hiti: 37,4°C, púls: 98 slög á mínútu, blóðþrýstingur: 113/75, öndunartíðni: 20 á mínútu, súrefnismettun: 98% án súrefnis. Almennt var sjúklingurinn vakandi og áttaður. Hann var ekki bráðveikindalegur eða með­ tekinn að sjá en var með væga gulu í húð og í augnhvítum. Lungna­og hjartahlustun var hrein. Kviður var mjúkur, eymslalaus og ekki þaninn. Uppvinnsla/rannsóknir Fyrstu blóðprufur á bráðamóttökunni má sjá í Töflu I. Í blóðprufum var hækkun á bæði hvítum og rauðum blóðkornum ásamt blóð­ rauða (e. hemoglobin). Kreatíníngildi var einnig hækkað og áætlaður gaukulsíunarhraði lækkaður (e. estimated glomerular filtration rate, eGFR) (Tafla 1). Lifrarpróf reyndust hækkuð og var mun meiri hækkun á ASAT/ALAT heldur en ALP/GGT sem gaf sterklega til kynna að um lifrarfrumuskaða (e. hepato cellular injury) væri að ræða fremur en gallstíflumynd. Fengin var ráðgjöf meltingarlæknis sem ráðlagði að taka blóðprufu fyrir INR og ráðlagði að rannsaka hugsanlegar orsakir lifrarskaðans, svo sem lifrarbólguveirur eða sjálfsofnæmissjúkóma. INR reyndist vera 5 (viðmiðunargildi milli 0,8 – 1,2). Mótefni gegn lifrarbólguveirum A, B og C, CMV og EBV voru neikvæð. Sjálfs­ ofnæmisblóðpróf reyndust innan viðmiðunar­ marka, það er neikvæð kjarna mótefni (e. anti-nuclear antibody, ANA) og neikvæð sléttvöðvamótefni (e. smooth muscle antibody, SMA). Heildarmagn IgG var þó hækkað eða 20,1 g/L (normalgildi 7,00­17,00 g/L). Parasetamól var ekki mælanlegt í sermi. Á bráðamóttöku var gerð tölvusneiðmynd án skuggaefnis af kviðarholi sem sýndi eðlilega gallganga og engar fyrirferðir. Ómun af lifur, galli og brisi sýndi ekki fram á ómbreytingar eða sjúklegar breytingar í lifur. Gallvegir Gula hjá 74 ára konu Arnar Snær Ágústsson læknanemi á fjórða ári 2017-2018 Einar Stefán Björnsson prófessor í lyflækningum og yfirlæknir meltingardeildar Landspítala Tafla I. Fyrstu blóðprufur á bráðamóttöku Mælt gildi Viðmiðunargildi Hvít blóðkorn 11,5 4,0­10,5 x 10˄9 /L Rauð blóðkorn 5,99 4,0 – 5,4 x 10^12 /L Blóðflögur 168 150 – 400 x 10^9 /L Hemóglóbín 171 118­152 g/L Kreatínín 142 50 – 90 μmól/L eGFR 31 > 60 ml/mín./1,73mE2 CRP 12 < 10 mg/L Mælt gildi Viðmiðunargildi ALP 137 35 ­105 U/L GGT 156 < 75 U/L ASAT 1593 < 35 U/L ALAT 2273 < 45 U/L Bílirúbín 192 < 25 μmól/L eGFR = áætlaður gaukulsíunarhraði, CRP = C reaktíft prótein, ALP = alkalískur fosfatasi, GGT = γ-glútamýl transpeptíðasi, ASAT = alanín- amínótransferasi, ALAT = alanín-amínótransferasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.