Læknaneminn - 01.04.2018, Page 45

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 45
Fr óð le ik ur 45 og þannig er hætta á hraðri leiðréttingu. Ef sjúklingur er á þvagræsilyfjum má samt ekki útiloka aðrar ástæður, sérstaklega ekki ef blóðnatríumlækkun lagast ekki við að stöðva notkun lyfsins. Heilkenni óviðeigandi seytingar á þvagstemmuvaka (SIAD) Vökvatakmörkun er almennt fyrsta meðferð og ekki ætti að meðhöndla með jafnþrýstnu saltvatni (0,9% NaCl) þar sem það getur valdið frekari lækkun á blóðnatríumgildi. Íhuga skal lyfjameðferð með vasópressín viðtakahemli í samráði við nýrnalækni ef ekki gengur að leiðrétta blóðnatríumgildi með vökvatakmörkun eða ef þvagrannsókn bendir til lítils útskilnaðar á fríu vatni (e. low renal electrolyte-free water excretion). Áráttuvatnsdrykkja Meðferð miðast við það að minnka vökva­ inntöku en lyfjameðferð hefur ekki reynst árangursrík. Bráð vatnsdrykkjueitrun lagast með því að takmarka vökvainntöku og lagast natríumþéttni í blóði fljótt. Skjaldvakabrestur Fyrsta meðferð er uppbótarmeðferð með skjaldkirtilshormónum. Yfirleitt er blóð­ natríum lækkunin væg og nægir að með höndla með vökvatakmörkun. Öfgakennd þolþjálfun Blóðnatríumlækkun tengd öfgakenndri þol þjálfun var upphaflega talin vera vegna taps á salti og klór með svita og var því talin til blóðnatríumlækkana með skorti á utan frumuvökva. Nú er talið að aukin vasópressínlosun valdi oftast blóðnatríum­ lækkuninni. Þá ætti að fylgja leiðbeiningum um meðferð SIAD. Athuga skal þó að ef einkenni eru bráð, svæsin eða meðalsvæsin ber að meðhöndla með ofþrýstnu saltvatni (sjá að ofan). Vökvatakmörkun Vökvatakmörkun er ráðlögð hjá sjúklingum með langvinna blóðnatríumlækkun með auknum utanfrumuvökva eins og við hjartabilun, skorpulifur og nýrungaheilkenni. Einnig er hún ráðlögð sé um heilkenni óviðeigandi seytingar þvagstemmuvaka (SIAD) að ræða. Almennar ráðleggingar: • Takmarka alla vökvainntöku, ekki bara vatn. • Takmarka vökvainntöku við 800 ml/ sólarhring í flestum tilvikum. • Ekki takmarka salt eða próteininntöku nema það sé ráðlegt af öðrum orsökum. Hvað skal gera ef hraði leiðréttingar er of mikill? Fylgjast skal með þvagútskilnaði á meðan meðferð stendur. Þvagútskilnaður yfir 200 ml/ klst getur bent til þess að leiðrétting sé of hröð og því hætta á osmósuafmýlingarheilkenni. Ef þvagútskilnaður er hraður eða ef hann eykst skyndilega er ráðlagt að mæla s­Na+ á tveggja klukkustunda fresti uns s­Na+ er stöðugt. Miðað er við að hækka ekki styrk natríum í blóði um meira en 10 mmól/l á fyrstu 24 klukkustundunum en 6­8 mmól/l ef áfengissýki, vannæring, kalíumskortur eða lifrarbilun er til staðar. Eftir það ætti ekki að hækka s­Na+ um meira en 8 mmól/l á hverjum 24 klukkustundum . Almennar ráðleggingar þegar hraði leið­ réttingar er of mikill: • Hætta þeirri meðferð sem er í gangi. • Hugleiða hvort við hæfi sé að hefja gjöf vökva án rafvaka. Hægt er að gefa 5% glúkósalausn 10 ml/kg á 60 mínútum undir stöðugu eftirliti á þvagútskilnaði og vökvajafnvægi. • Ræða við sérfræðing hvort við hæfi sé að gefa desmópressín 2 μg í æð. Ætti ekki að endurtaka oftar en á 8 klukkustunda fresti. Heimildaskrá 1. Spasovski, G., et al., Clinical practice guideline on diagnosis and treatment of hyponatraemia. Eur J End.ocrinol, 2014. 170(3): p. G1­47. 2. Verbalis, J.G., et al., Diagnosis, evaluation, and treatment of hyponatremia: expert panel recommendations. Am J Med, 2013. 126(10 Suppl 1): p. S1­42. 3. Handbók í lyflæknisfræði. Höf. Ari J. Jóhannesson, Davíð O Arnar, Runólfur Pálsson, Sigurður Ólafsson. 4. útgáfa 2015. 16 VERSLANIR UM ALLT LAND MJÓDD | SALAVEGUR | BÚÐAKÓR | GRANDI | HAFNARFJÖRÐUR | HRÍSALUNDUR | GLERÁRTORG | HÚSAVÍK HÖFN | IÐAVELLIR | GRINDAVÍK | KROSSMÓI | BORGARNES | ÍSAFJÖRÐUR | EGILSSTAÐIR | SELFOSS Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.