Læknaneminn - 01.04.2018, Page 53
Fr
óð
le
ik
ur
53
Upp til hópa eru læknar og læknanemar
almennt mjög samviskusamir og sem starfs
stétt höfum við tileinkað okkur ósérhlífni
og eljusemi. Ef þú ert að fara að ráða ein
hvern í vinnu hljómar þetta kannski eins og
draumastarfskrafturinn en hver er fórnar
kostnaðurinn? Að undanförnu hefur orðið
mikil vitundarvakning í samfélaginu þar sem
afleiðingar of mikils stress og vinnuálags hafa
komið betur í ljós og ekki þykir eins „kúl“ og
áður að vinna myrkranna á milli. Farið er að
leggja meiri áherslu á að njóta lífsins, verja
tímanum með fjölskyldu eða við áhugamál
og tómstundir. Segja má að fólk sé búið að
innleiða þá hugmyndafræði að við séum að
vinna til að lifa en ekki lifa til þess að vinna
eins og hugarfarið virtist vera hér á árum áður.
Þrátt fyrir þessa vitundarvakningu virðast
læknar og læknanemar hafa setið eftir í þessari
framþróun. Rannsóknir hafa sýnt fram á
að tíðni stress, þunglyndis og kulnunar (e.
burnout) meðal læknastéttarinnar er með
hæsta móti og hærra en hjá flestum öðrum
starfsstéttum. Dæmi eru um að læknanemar
flosni úr námi vegna álags og að strax megi
finna merki kulnunar á meðal sérsnámslækna
sem getur ekki talist vænlegt hjá starfsmanni
á upphafsreit starfsferilsins. En hvers vegna er
þetta svona? Og hvað er hægt að gera til þess
að sporna við þessu?
Úti í heimi eru samtök meðal lækna
stéttarinnar sem hafa verið að rannsaka
og taka á vandamálinu, til dæmis eru sterk
samtök í Kanada, Noregi og svo EAPH
(European Association for Physician Health).
Þar hafa komið upp þær vangaveltur að
læknar veigri sér við að leita aðstoðar þegar
upp koma vandamál hjá þeim; þeir taki
vinnu fram yfir eigin heilsu og áhugamál og
að langir vinnutímar og óreglulegur svefn
séu einhverjar helstu orsakir fyrir hárri tíðni
kulnunar meðal læknastéttarinnar. Þá hafa
Norðmenn verið með forvarnaverkefni í gangi
sem snýst um að mynda minni hópa meðal
lækna og læknanema sem hittist reglulega,
ræðir vandamál í félagslífi og starfi og brýtur
upp rútínu vinnuvikunnar. Þar er hægt að
tala í trúnaði en oft getur verið erfitt að ræða
við maka eða vin um vandamál í vinnu vegna
þagnarskyldu. Þá virðist einnig hjálpa að ræða
við aðra sem eru eða hafa gengið í gegnum
svipuð vandamál.
Síðustu mánuði höfum við, nokkrir
læknanemar, undir handleiðslu Haralds
Erlendssonar geðlæknis og Benedikt
Sveinssonar fæðinga og kvensjúkdómalæknis,
unnið að því að hrinda af stað svipuðu
verkefni hérlendis. Við höfum hist um einu
sinni í mánuði og spjallað og gert eitthvað
skemmtilegt, farið á kaffihús, sund eða bara
hvað sem okkur dettur í hug. Hugmyndin er
að prófa þetta verkefni á okkur og reyna svo
að fá fleiri læknanema með okkur í lið til
þess að þróa og prófa verkefnið áfram. Við
yrðum þá handleiðarar fyrir aðra læknanema
sem hefðu hug á að taka þátt í verkefninu.
Vonir standa til þess að verkefnið verði hluti
af námsskrá læknanema í framtíðinni og
jafnvel hluti af starfi sérnámslækna á Íslandi.
Læknanemar myndu þá skipta sér í hópa eftir
svipuðum áhuga á því hvernig þeir vilja takast
á við streitu. Þá getur verið einn hópur sem
vill hittast og spjalla, annar sem vill stunda
líkamsrækt og enn annar sem vill hugleiða
eða elda saman. Hugmyndir eru jafnvel uppi
um að gera verkefnið að rannsóknarverkefni
hjá masters eða doktorsnema sem gæti
haldið utan um verkefnið og til dæmis borið
saman stress, þunglyndi og kulnun meðal
læknanema sem taka þátt í verkefninu
miðað við þá sem ekki eru í því. Haraldur og
Benedikt hafa svo talað um að á Heilsustofnun
náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ)
í Hvera gerði verði svo hægt að fá pláss fyrir þá
lækna og læknanema sem eru það langt leiddir
af kulnun að nauðsynlegt sé að grípa inn í til
að vinda ofan af vandamálinu en þeir starfa
báðir hjá NLFÍ. Það er okkar von að með
þessu megi opna augu lækna og læknanema
enn frekar fyrir vandamálinu og reyna að
sporna við því áður en það er of seint.
Áhugasamir mega senda mér fyrirspurnir á net-
fangið moh9@hi.is eða hafa samband við mig
á Facebook eða í eigin persónu.
Forvarnaverkefni
gegn streitu lækna
og læknanema
Matthías Örn Halldórsson
læknanemi á fimmta ári 2017-2018