Læknaneminn - 01.04.2018, Side 56

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 56
Fr óð le ik ur 56 Inngangur Saga og skoðun er oft á tíðum auðveldasta leiðin að réttri greiningu og undirstaða þess hvaða rannsóknir eru pantaðar í framhaldinu. Á hinum klínísku læknanemaárum byrja flestir að skoða sína fyrstu sjúklinga. Mörgum er það í fersku minni hvað það gat verið óþægilegt að stíga þessi fyrstu skref án þess að vita hvort maður væri að beita sér rétt eða hverju maður væri nú eiginlega að leita eftir. Sjúklingarnir finna vel fyrir þessu óöryggi sjálfir og því mikilvægt fyrir læknanemann að vera vel undirbúinn, skilja hvernig líffærakerfið virkar og hvað eigi að skoða. Þessi grein er því tileinkuð líkamsskoðun, nánar tiltekið skoðun þvagfæra og kynfæra karla. Sagan leiðir skoðunina Það er nánast ómögulegt að skrifa um líkamsskoðun án þess að minnast á sögutöku enda leiðbeinir hún hvaða líffærakerfi er skoðað. Mikilvægt er að spyrja vel út í einkenni frá þvag­ og kynfærum áður en skoðun er framkvæmd. Spyrja skal út í almenn einkenni svo sem hita, megrun og slappleika en ekki síst hvort blóð sé í þvagi en það getur orsakast af sjúkdómum hvar sem er í þvagfærum. Gróflega mætti skipta einkennum í efri og neðri þvagvegaeinkenni. Af þeim efri (nýra og þvagleiðari) er helst að nefna verk í síðu eða verk öðrum megin í kvið til dæmis vegna steinasjúkdóms, sýkingar eða hindrunar á þvagrennsli. Neðri þvagvegaeinkenni eða svo kölluð „LUTS“­einkenni (e. lower urinary tract symptoms) stafa yfirleitt af sjúkdómum í blöðru, þvagrás eða blöðruhálskirtli og er skipt í tvo flokka (sjá Töflu I). Við sögutöku er mikilvægt að spyrja nákvæm­ lega út í fyrrnefnd einkenni, hvenær þau byrjuðu, hversu tíð og hve alvarleg þau eru. Blóðmiga ásamt verkjaköstum stafar yfirleitt af steinasjúkdómi eða sýkingu en verkjalaus bersæ blóðmiga telst krabbamein í þvagvegum þar til annað sannast í eldra fólki. Almennt ástand Áður en hafist er handa við sértæka skoðun á þvagvegum er mikilvægt að mæla fyrst lífs mörk og átta sig á almennu ástandi sjúk­ lingsins. Stór hluti af því mati fæst við fyrstu kynni af sjúklingi, jafnvel án orðaskipta. Skal þá hafa eftirfarandi í huga: • Er sjúklingurinn almennt slapplegur eða bráðveikindalegur að sjá? • Er hann skýr og áttaður? Óáttun er algeng hjá öldruðum með þvagfærasýkingu. Meðvitund getur einnig verið skert í alvarlegri nýrnabilun. • Er hann fölur? Getur verið merki um alvarlegt blóðleysi vegna nýrnabilunar eða blóðmigu. • Þyngdartap? Það getur verið merki um illkynja vöxt eða próteinmigu. • Er hann meðtekinn af verk? • Er hann þurr? • Er hann mæðinn? Það getur verið viðbragð við efnaskiptasýringu vegna nýrnabilunar eða blóðleysi. Skoðun þvagfæra og kynfæra karla Andri Wilberg Orrason læknir Tafla I. Neðri þvagvegaeinkenni (LUTS) Geymslueinkenni eða ertingareinkenni: Tíð þvaglát Sviði eða verkur við þvaglát Bráðamiga og bráðaleki Áreynsluþvagleki Næturþvaglát Tæmingareinkenni eða stíflueinkenni: Bunubið Slöpp buna Þvaglát í slurkum (e. intermittent stream) Eftirdreypi (e. terminal dribbling) Þvagteppa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.