Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 56
Fr
óð
le
ik
ur
56
Inngangur
Saga og skoðun er oft á tíðum auðveldasta
leiðin að réttri greiningu og undirstaða þess
hvaða rannsóknir eru pantaðar í framhaldinu.
Á hinum klínísku læknanemaárum byrja
flestir að skoða sína fyrstu sjúklinga. Mörgum
er það í fersku minni hvað það gat verið
óþægilegt að stíga þessi fyrstu skref án þess
að vita hvort maður væri að beita sér rétt eða
hverju maður væri nú eiginlega að leita eftir.
Sjúklingarnir finna vel fyrir þessu óöryggi
sjálfir og því mikilvægt fyrir læknanemann að
vera vel undirbúinn, skilja hvernig líffærakerfið
virkar og hvað eigi að skoða. Þessi grein er því
tileinkuð líkamsskoðun, nánar tiltekið skoðun
þvagfæra og kynfæra karla.
Sagan leiðir skoðunina
Það er nánast ómögulegt að skrifa um
líkamsskoðun án þess að minnast á sögutöku
enda leiðbeinir hún hvaða líffærakerfi er
skoðað. Mikilvægt er að spyrja vel út í einkenni
frá þvag og kynfærum áður en skoðun er
framkvæmd. Spyrja skal út í almenn einkenni
svo sem hita, megrun og slappleika en ekki síst
hvort blóð sé í þvagi en það getur orsakast af
sjúkdómum hvar sem er í þvagfærum.
Gróflega mætti skipta einkennum í efri og
neðri þvagvegaeinkenni. Af þeim efri (nýra
og þvagleiðari) er helst að nefna verk í síðu
eða verk öðrum megin í kvið til dæmis vegna
steinasjúkdóms, sýkingar eða hindrunar
á þvagrennsli. Neðri þvagvegaeinkenni eða
svo kölluð „LUTS“einkenni (e. lower urinary
tract symptoms) stafa yfirleitt af sjúkdómum
í blöðru, þvagrás eða blöðruhálskirtli og er
skipt í tvo flokka (sjá Töflu I).
Við sögutöku er mikilvægt að spyrja nákvæm
lega út í fyrrnefnd einkenni, hvenær þau
byrjuðu, hversu tíð og hve alvarleg þau eru.
Blóðmiga ásamt verkjaköstum stafar yfirleitt
af steinasjúkdómi eða sýkingu en verkjalaus
bersæ blóðmiga telst krabbamein í þvagvegum
þar til annað sannast í eldra fólki.
Almennt ástand
Áður en hafist er handa við sértæka skoðun
á þvagvegum er mikilvægt að mæla fyrst
lífs mörk og átta sig á almennu ástandi sjúk
lingsins. Stór hluti af því mati fæst við fyrstu
kynni af sjúklingi, jafnvel án orðaskipta. Skal
þá hafa eftirfarandi í huga:
• Er sjúklingurinn almennt slapplegur
eða bráðveikindalegur að sjá?
• Er hann skýr og áttaður? Óáttun er algeng
hjá öldruðum með þvagfærasýkingu.
Meðvitund getur einnig verið skert í
alvarlegri nýrnabilun.
• Er hann fölur? Getur verið merki um
alvarlegt blóðleysi vegna nýrnabilunar
eða blóðmigu.
• Þyngdartap? Það getur verið merki um
illkynja vöxt eða próteinmigu.
• Er hann meðtekinn af verk?
• Er hann þurr?
• Er hann mæðinn? Það getur verið
viðbragð við efnaskiptasýringu vegna
nýrnabilunar eða blóðleysi.
Skoðun þvagfæra
og kynfæra karla
Andri Wilberg Orrason
læknir
Tafla I. Neðri þvagvegaeinkenni (LUTS)
Geymslueinkenni eða
ertingareinkenni:
Tíð þvaglát
Sviði eða verkur við þvaglát
Bráðamiga og bráðaleki
Áreynsluþvagleki
Næturþvaglát
Tæmingareinkenni eða
stíflueinkenni:
Bunubið
Slöpp buna
Þvaglát í slurkum (e. intermittent
stream)
Eftirdreypi (e. terminal dribbling)
Þvagteppa