Læknaneminn - 01.04.2018, Side 60
Fr
óð
le
ik
ur
60
Kvenskoðun (e. gynaecological examination)
felur í sér mat á ytri og innri kvenlíffærum.
Skoðunin er í grundvallaratriðum ekki flókin
í framkvæmd og með æfingu er auðvelt að ná
góðum tökum á undirstöðuatriðum hennar.
Algengast er að skoðunin sé framkvæmd af
kvensjúkdómalækni á stofu eða sjúkrahúsi
en mikilvægt er að læknanemar og læknar
séu kunnugir áherslum í sögutöku og geti
framkvæmt skoðunina þegar við á, til dæmis
á heilsugæslu eða við störf á landsbyggðinni.
Í eftirfarandi texta verður fjallað um
kvenskoðun. Mest áhersla verður lögð á
framkvæmd hennar en jafnframt verður farið
gróflega yfir helstu ábendingar fyrir skoðun
og áherslur við sögutöku. Skoðun þungaðra
kvenna er sérhæfður hluti af kvenskoðun og
utan við efni þessarar greinar.
Ábendingar
Algengar ábendingar fyrir kvenskoðun eru
truflanir á tíðablæðingum eða aðrar óeðli
legar blæðingar frá leggöngum, verkir, bólga,
kláði, óeðlileg útferð og fyrirferðir í grindar
holi. Kvenskoðun er í vissum tilfellum fram
kvæmd sem hluti af uppvinnslu verkja í neðri
hluta kviðar. Eins er hún gerð ef grunur er
um vandamál í þungun á fyrsta þriðjungi
meðgöngu (til dæmis utanlegsþykkt), ef kona
er með einkenni kynsjúkdóma eða ef grunur
leikur á að hún hafi verið útsett fyrir smiti.
Ein algengasta ástæðan fyrir kvenskoðun er
skipulögð skimun fyrir leghálskrabbameini
með sýnatöku úr leghálsi sem gerð er með
Papaniculou stroki (Papstroki). Fjölmargar
aðrar ábendingar eru fyrir kvenskoðun sem
verða ekki raktar frekar hér.
Mikilvæg atriði í sögutöku
Mælt er með að sögutaka taki mið af aðal
kvörtun sjúklings og ástæðu þess að hann leitar
til læknis. Spyrja þarf um upphaf einkenna,
tímalengd, alvarleika og svo framvegis.
Áherslur í sögutöku fyrir kvenskoðun geta
verið ólíkar, til dæmis þegar um hrausta unga
konu með verk í neðri hluta kviðar er að ræða
annars vegar og eldri konu með þreifanlega
fyrirferð í neðanverðum kviði hins vegar. Áður
en kvenskoðun er framkvæmd þarf að afla
grundvallarupplýsinga um aldur konunnar,
einkenni frá kvenlíffærum, tíðahring og
síðustu tíðir, getnaðarvarnir, aðgerðir, fyrri
sýkingar í kvenlíffærum og kviði, þunganir
og niðurstöður úr Papstrokum. Í Töflu I má
sjá helstu áherslur við sögutöku með tilliti til
kvensjúkdóma og atriði sem vert er að hafa í
huga og spyrja um, eftir því sem við á, áður
en kvenskoðun er framkvæmd. Einnig þarf að
fá upplýsingar um almenna heilsufarssögu og
spyrja um lyf og ofnæmi.
Almennt mat
Áður en formleg skoðun hefst er rétt að meta
lífsmörk konunnar og almennt ástand. Er
hún bráðveik, meðtekin eða með verki eða
er um hrausta konu með væg einkenni að
ræða? Ef ástæða kvenskoðunar eru verkir um
neðanverðan kvið er rétt að gera hefðbundna
Kvenskoðun
Margrét Edda Örnólfsdóttir
læknir
Mynd 1. Innri kynfæri kvenna
Eggjaleiðari
Leg
Legháls
Leggöng
Eggjastokkur