Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 60

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 60
Fr óð le ik ur 60 Kvenskoðun (e. gynaecological examination) felur í sér mat á ytri og innri kvenlíffærum. Skoðunin er í grundvallaratriðum ekki flókin í framkvæmd og með æfingu er auðvelt að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum hennar. Algengast er að skoðunin sé framkvæmd af kvensjúkdómalækni á stofu eða sjúkrahúsi en mikilvægt er að læknanemar og læknar séu kunnugir áherslum í sögutöku og geti framkvæmt skoðunina þegar við á, til dæmis á heilsugæslu eða við störf á landsbyggðinni. Í eftirfarandi texta verður fjallað um kvenskoðun. Mest áhersla verður lögð á framkvæmd hennar en jafnframt verður farið gróflega yfir helstu ábendingar fyrir skoðun og áherslur við sögutöku. Skoðun þungaðra kvenna er sérhæfður hluti af kvenskoðun og utan við efni þessarar greinar. Ábendingar Algengar ábendingar fyrir kvenskoðun eru truflanir á tíðablæðingum eða aðrar óeðli­ legar blæðingar frá leggöngum, verkir, bólga, kláði, óeðlileg útferð og fyrirferðir í grindar­ holi. Kvenskoðun er í vissum tilfellum fram­ kvæmd sem hluti af uppvinnslu verkja í neðri hluta kviðar. Eins er hún gerð ef grunur er um vandamál í þungun á fyrsta þriðjungi meðgöngu (til dæmis utanlegsþykkt), ef kona er með einkenni kynsjúkdóma eða ef grunur leikur á að hún hafi verið útsett fyrir smiti. Ein algengasta ástæðan fyrir kvenskoðun er skipulögð skimun fyrir leghálskrabbameini með sýnatöku úr leghálsi sem gerð er með Papaniculou stroki (Pap­stroki). Fjölmargar aðrar ábendingar eru fyrir kvenskoðun sem verða ekki raktar frekar hér. Mikilvæg atriði í sögutöku Mælt er með að sögutaka taki mið af aðal­ kvörtun sjúklings og ástæðu þess að hann leitar til læknis. Spyrja þarf um upphaf einkenna, tímalengd, alvarleika og svo framvegis. Áherslur í sögutöku fyrir kvenskoðun geta verið ólíkar, til dæmis þegar um hrausta unga konu með verk í neðri hluta kviðar er að ræða annars vegar og eldri konu með þreifanlega fyrirferð í neðanverðum kviði hins vegar. Áður en kvenskoðun er framkvæmd þarf að afla grundvallarupplýsinga um aldur konunnar, einkenni frá kvenlíffærum, tíðahring og síðustu tíðir, getnaðarvarnir, aðgerðir, fyrri sýkingar í kvenlíffærum og kviði, þunganir og niðurstöður úr Pap­strokum. Í Töflu I má sjá helstu áherslur við sögutöku með tilliti til kvensjúkdóma og atriði sem vert er að hafa í huga og spyrja um, eftir því sem við á, áður en kvenskoðun er framkvæmd. Einnig þarf að fá upplýsingar um almenna heilsufarssögu og spyrja um lyf og ofnæmi. Almennt mat Áður en formleg skoðun hefst er rétt að meta lífsmörk konunnar og almennt ástand. Er hún bráðveik, meðtekin eða með verki eða er um hrausta konu með væg einkenni að ræða? Ef ástæða kvenskoðunar eru verkir um neðanverðan kvið er rétt að gera hefðbundna Kvenskoðun Margrét Edda Örnólfsdóttir læknir Mynd 1. Innri kynfæri kvenna Eggjaleiðari Leg Legháls Leggöng Eggjastokkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.