Læknaneminn - 01.04.2018, Page 64

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 64
Fr óð le ik ur 64 Innri þreifing Þreifing á milli tveggja handa er gerð til frekara mats á legi og eggjastokkum. Gel eða sleipiefni er sett á vísifingur og löngutöng ráðandi handar og þeir settir varlega inn í leggöngin í sömu stefnu og andarnefjan var sett inn (sjá Mynd 8). Bæði er mögulegt að sitja og standa við þessa skoðun. Hjálplegt er að styðja þumli við ytri skapabarma. Legháls er þreifaður. Staðsetning hans er metin, áferð, hreyfanleiki og eymsli. Ef eymsli eru þegar legháls er hreyfður (e. cervical motion tenderness) getur það verið merki um sýkingu í grindarholi (e. pelvic inflammatory disease, PID). Þreifað skal varlega í kringum leghálsinn. Því næst er leg metið með því að leggja lausu höndina á kvið, mitt á milli nafla og lífbeins í miðlínu, á meðan leghálsi og legi er ýtt innan frá upp á við í átt að hönd á kviði og leg þannig þreifað milli tveggja handa. Meta skal stærð, þéttleika og hreyfanleika og leita að fyrirferðum eða eymslum. Hægt er að setja fingur ofan við legháls (e. anterior fornix) og þreifa framvegg legs ef það er framsveigt með ráðandi hendi og afturvegg með hendinni ofan á kviðnum. Ef leg er aftursveigt er leghálsinn oft framstæðari og legbolur þreifanlegur neðan við legháls (e. posterior fornix). Með því að færa fingur í leggöngum yfir í dældir við hliðina á leghálsi (e. lateral fornices) og hönd á kvið í sömu átt er hægt að klemma eggjastokka á milli tveggja handa. Hjá grönnum, ungum konum sem slaka vel á eru þeir oft vel þreifanlegir. Leitað er eftir eymslum og fyrirferðum. Þreifing á milli tveggja handa getur verið gagnleg til að meta uppruna neðri kviðverkja og ef fyrirferðir í kvið eru til staðar. Ef klínískur grunur er um utanlegsþykkt þarf að gera innri þreifingu varlega þar sem hún getur valdið rofi á utanlegsþykkt og blæðingu í kviðarholi. Ómskoðun Ómun er myndgreiningarrannsókn sem er oft framkvæmd eftir innri þreifingu til frekara mats á kvenlíffærum (sjá Mynd 9). Ómskoðun af kvenlíffærum ætti einungis að vera gerð af aðilum sem hafa fullnægjandi kunnáttu í framkvæmd ómskoðana og þekkingu til að meta og túlka niðurstöður skoðunarinnar. Algengast er að gera ómskoðun um leggöng með sérstöku ómhöfði sem hefur verið klætt í smokk en einnig er hægt að meta kvenlíffæri, að minnsta kosti að hluta til, með ómskoðun um kvið. Með leggangaómun er unnt að meta leg með tilliti til sveigju, stærðar, fyrirferða og jafnframt meta hvort legslímhúð er eðlileg að þykkt. Frír vökvi í kviðarholi safnast oftast fyrir í endaþarms­ og legkvos (e. pouch of Douglas) og sést vel við ómun. Eggjastokka má einnig skoða með ómun og er meðal annars hægt að meta stærð þeirra, fyrirferðir, blöðrur og í sumum tilvikum blóðflæði. Ómskoðun er nauðsynleg til að staðfesta að snemmþungun sé í legi og getur gefið mikilvægar upplýs ingar um blöðrur, vöðvahnúta og aðrar fyrirferðir á kvenlíffærum. Ómskoðun af kvenlíffærum telst ekki vera hluti af hefðbundinni kvenskoðun og verður því ekki fjallað ítarlegar um hana hér. Að lokum Kvenskoðun er ekki flókin í framkvæmd en mikilvægt að hún sé unnin á nærgætinn hátt við góðar og kyrrlátar aðstæður. Læknirinn þarf að vera öruggur og fumlaus í þeim handtökum sem beitt er. Góður undirbúningur, æfing og reynsla eru grundvöllurinn að faglegri og góðri skoðun og auka stórlega líkur á að upplifun konunnar (og læknisins) sé jákvæð. Allir læknar ættu að námi loknu að þekkja helstu áherslur við sögutöku í tengslum við kvensjúkdóma og vera færir um að framkvæma gróft mat á ytri og innri kynfærum kvenna þegar ábending er fyrir skoðun. Á kvennadeildinni gefast mörg tækifæri til að fylgjast með og æfa handbrögð í skoðun og læknanemar ættu að leggja allt kapp á að framkvæma sem flestar kvenskoðanir og öðlast þannig færni, öryggi og reynslu! Þakkir Arnfríður Henrysdóttir, Dögg Hauksdóttir og Eva Jónasdóttir, sérfræðingar í fæðinga­ og kvensjúkdómalækningum, fá kærar þakkir fyrir yfirlestur greinarinnar og góðar ábendingar. Mynd 9. Ómskoðun um leggöng Legháls Leg Eggjastokkur Ómhaus Leggöng
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.