Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 66

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 66
Fr óð le ik ur 66 Slag er algengasta orsök fötlunar og önnur algengasta orsök dauðsfalla í hinum vestræna heimi. Nýgengi á Íslandi hefur verið um 144/100.000 á ári sem er sambærilegt við það sem gerist erlendis. Um 85% slaga orsakast af bráðri blóðþurrð í heila sem oftast verður vegna stíflu í heilaslagæð. Skerðing verður á blóðflæði til tilheyrandi æðanæringarsvæðis og fljótt myndast óafturkræfur vefjaskaði ef ekkert er að gert. Í slíkum tilvikum getur endur opnunarmeðferð bætt verulega horfur sjúklinga en hún miðar að því að opna hina stífluðu æð eins fljótt og auðið er og koma á eðlilegu blóðflæði að nýju. Slíka meðferð er annars vegar hægt að veita með gjöf segaleysandi lyfja í æð og hins vegar með segabrottnámi í æðaþræðingu. Árangur enduropnunarmeðferðar, hvort sem um ræðir segaleysandi lyf eða segabrottnám, ræðst að miklu leyti af því hve fljótt meðferð er veitt frá upphafi slageinkenna. Þannig skiptir hratt og vandað verklag við móttöku og meðferð þessara sjúklinga höfuðmáli. Á undanförnum árum hafa stærri sjúkrahús í nágrannalöndum okkar gert sífelldar umbætur á sínu móttökuverklagi og þannig tekist að stytta þann tíma sem líður frá komu sjúklings á sjúkrahús og þar til segaleysandi lyf er gefið (e. door-to-needle time). Finnland hefur verið leiðandi í þessum efnum en þar hefur tekist að ná þessum tíma niður undir 20 mínútur. Samhliða styttingu á tíma hafa þessi sjúkrahús séð umtalsverða fjölgun á sjúklingum sem fá enduropnunarmeðferð. Þann 3. október 2017 var innleitt nýtt heildar­ verklag við móttöku og meðferð slagsjúklinga á Landspítala. Verklagið ber heitið „Slag innan tímamarka“ og inniheldur öll erlend gæðatilmæli frá Bandarísku slagsamtökunum (e. Amercian Stroke Association) þar sem sam­ tvinnuð vinnu brögð og teymis vinna eru í forgrunni (Tafla 1). Í byrjun janúar 2018 var svo formlega hafin meðferð með sega­ brottnámi á Landspítala. Slíkt inngrip hefur ekki verið gert á Íslandi hingað til en það hefur á undan förnum árum orðið kjörmeðferð við blóðþurrðar slögum þar sem lokun verður í stórum slagæðum aðlægt í heila (e. proximal occlusion). Meðferðin verður fyrst um sinn einungis veitt á dagvinnutíma en til stendur að hún verði tiltæk allan sólarhringinn eins fljótt og auðið er. Á undanförnum árum hefur Ísland dregist aftur úr nágrannaþjóðum þegar kemur að móttöku verklagi og meðferð við bráðum blóðþurrðar slögum en áður en nýja verklagið var tekið upp í október höfðu ekki verið gerðar verklags umbætur frá árinu 2011. Rannsókn sem var birt árið 2014 sýndi að á árunum 2011­ 2013 var sá tími sem líður frá komu sjúklings á sjúkrahús og þar til segaleysandi lyf var gefið um 65 mínútur. Með nýju heildarverklagi á Landspítala er nú stefnt að því að sá tími verði undir 30 mínútum. Ætlunin er að með því aukist hlutfall sjúklinga sem eiga möguleika á meðferð og þá sérstaklega meðal þeirra sem eru með meðalvæg einkenni af sínu blóðþurrðarslagi. Þannig er meginmarkmiðið að bæta horfur þessara sjúklinga, það er að fötlunarstig verði lægra, án aukningar á tíðni fylgikvilla. Frá því að nýi verkferillinn tók gildi er strax að sjá vísbendingar um að Landspítali sé að færast nær ofangreindum markmiðum um Anna Mjöll Matthíasdóttir kandídat 2017-2018 Slag innan tímamarka Innleiðing nýs verkferils á Landspítala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.