Læknaneminn - 01.04.2018, Side 75
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
75
Kennsluverðlaun
2018
Eins og hefð er fyrir veitti Félag læknanema (FL) kennsluverðlaun til
þeirra einstaklinga sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu, leiðsögn og
móttöku læknanema á síðustu árum.
Sú nýjung var tekin upp í ár að veita deildarverðlaun til þeirrar klínísku
deildar Landspítala sem hefur veitt læknanemum bestar viðtökur
í verknámi, bæði með tilliti til kennslu og viðmóti til læknanema á
deildinni. Starfsfólk heila og taugaskurðdeildar hlaut verðlaunin
í ár en deildin hefur lengi verið rómuð fyrir hlýlegar móttökur, gott
andrúmsloft og kennsluglatt starfsfólk.
Geir Tryggvason, lektor í háls, nef og eyrnasjúkdómafræði, hlaut
kennsluverðlaun FL. Geir tók við kennslu HNEkúrsins á fjórða ári
haustið 2016 og gerði miklar breytingar á fyrirkomulagi þess áfanga.
Hann undirbjó mikið af vönduðu kennsluefni í formi upptaka sem
nemendur skoðuðu fyrir tíma og voru kennslustundir notaðar í yfirferð
tilfella, Socrativespurningar og aðra vendikennslu. Prófverkefni
í áfanganum voru sömuleiðis tilfellamiðuð og í samræmi við það
kennsluform sem var notað. Þrátt fyrir stuttan kennsluferil innan HÍ
hefur framtak Geirs vakið athygli bæði innan og utan Læknadeildar
og hefur hann verið fenginn til að kynna fjölbreytta kennsluhætti fyrir
öðrum starfs mönnum HÍ.
Þriðja árið í röð er deildarlæknir af skurðlækningasviði sem vinnur
deildarlæknaverðlaun FL. Í ár var það Gísli Gunnar Jónsson sem
hlaut verðlaunin. Gísli hefur síðstu ár verið einn af kennsluglöðustu
deildarlæknum spítalans, veitt læknanemum ómetanlega handleiðslu
í verknámi og verið þeim góð fyrirmynd. Verðlaunahafar kennsluverðlauna, Geir Tryggvason háls-, nef- og eyrnalæknir
og Gísli Gunnar Jónsson deildarlæknir.
Heila- og taugaskurðlæknarnir Aron Björnsson, Ingvar Hákon Ólafsson og Elfar Úlfarson fulltrúar heila- og taugaskurðdeildar með fulltrúum úr
stjórn Félags læknanema Árna Johnssen, Þórdísi Þorkelsdóttur og Sólveigu Bjarnadóttur.