Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 75
Sk em m tie fn i o g pi st la r 75 Kennsluverðlaun 2018 Eins og hefð er fyrir veitti Félag læknanema (FL) kennsluverðlaun til þeirra einstaklinga sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu, leiðsögn og móttöku læknanema á síðustu árum. Sú nýjung var tekin upp í ár að veita deildarverðlaun til þeirrar klínísku deildar Landspítala sem hefur veitt læknanemum bestar viðtökur í verknámi, bæði með tilliti til kennslu og viðmóti til læknanema á deildinni. Starfsfólk heila­ og taugaskurðdeildar hlaut verðlaunin í ár en deildin hefur lengi verið rómuð fyrir hlýlegar móttökur, gott andrúmsloft og kennsluglatt starfsfólk. Geir Tryggvason, lektor í háls­, nef­ og eyrnasjúkdómafræði, hlaut kennsluverðlaun FL. Geir tók við kennslu HNE­kúrsins á fjórða ári haustið 2016 og gerði miklar breytingar á fyrirkomulagi þess áfanga. Hann undirbjó mikið af vönduðu kennsluefni í formi upptaka sem nemendur skoðuðu fyrir tíma og voru kennslustundir notaðar í yfirferð tilfella, Socrative­spurningar og aðra vendikennslu. Prófverkefni í áfanganum voru sömuleiðis tilfellamiðuð og í samræmi við það kennsluform sem var notað. Þrátt fyrir stuttan kennsluferil innan HÍ hefur framtak Geirs vakið athygli bæði innan og utan Læknadeildar og hefur hann verið fenginn til að kynna fjölbreytta kennsluhætti fyrir öðrum starfs mönnum HÍ. Þriðja árið í röð er deildarlæknir af skurðlækningasviði sem vinnur deildarlæknaverðlaun FL. Í ár var það Gísli Gunnar Jónsson sem hlaut verðlaunin. Gísli hefur síðstu ár verið einn af kennsluglöðustu deildarlæknum spítalans, veitt læknanemum ómetanlega handleiðslu í verknámi og verið þeim góð fyrirmynd. Verðlaunahafar kennsluverðlauna, Geir Tryggvason háls-, nef- og eyrnalæknir og Gísli Gunnar Jónsson deildarlæknir. Heila- og taugaskurðlæknarnir Aron Björnsson, Ingvar Hákon Ólafsson og Elfar Úlfarson fulltrúar heila- og taugaskurðdeildar með fulltrúum úr stjórn Félags læknanema Árna Johnssen, Þórdísi Þorkelsdóttur og Sólveigu Bjarnadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.