Læknaneminn - 01.04.2018, Side 90
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
90
Það var örlagaríkur dagur þegar við þrjú,
Daníel, Oddur og Sigrún Lína, vorum á
Súðinni, gömlu góðu lesstofunni, að læra fyrir
eitt af mörgum prófum læknadeildar og hittum
stelpurnar sem voru nýkomnar heim frá val
tímabili í SuðurAfríku. Þetta hljómaði eins
og fullkomin blanda af lærdómstækifærum,
ferða lögum og ævintýrum. Eftir nokkra
skipulags fundi, tölvupósta, umsóknir og
örvæntingar full símtöl til skrifstofustjóra
háskólans í KwaZuluNatal nokkrum dögum
fyrir brottför lögðum við í hann strax eftir
jólin 2016. Framundan var sex vikna dvöl
á bráðamóttöku á Edendale sjúkrahúsinu í
Pietermaritzburg.
Edendale sjúkrahúsið er rekið af heilbrigðis
ráðuneyti KwaZuluNatal sem er landsvæði
á austurströnd SuðurAfríku. Fleiri HIV
smit aðir búa í SuðurAfríku en nokkru öðru
landi og tíðni HIVsmitaðra er talin vera hæst
á KwaZuluNatal landsvæðinu eða um 30%
íbúa. Þar sem spítalinn var ríkisrekinn var
sjúklingahópurinn fátækur þar sem efnaðra
fólk á svæðinu kaupir flest tryggingar og leitar
á einkarekin sjúkrahús.
Bráðamóttökunni er í grófum dráttum skipt
í tvo hluta, „majors“ og „minors“, og sjúk
lingum vísað á hvorn staðinn í „triage“ eftir
alvarleika veikinda. Majors svæðið var ný
uppgert og vel búið tækjum miðað við aðra
hluta spítalans. Þar voru sextán nokkuð vel
búin stæði fyrir bráðveika með síritum og að
stöðu til inngripa svo sem barkaþræðingar og
öndunarvéla meðferðar. Þó voru einungis átta
af þessum stæðum nothæf vegna mönnunar
vanda. Algeng tilfelli þar voru ketón
blóðsýring, blóðsykurfall, flog, sýklasótt, alvar
leg slys og líkamsárásir. Á „majors“ fengum
við að fylgjast með og aðstoða læknana og
fólst okkar hlutverk oft í því að taka blóðgös,
setja upp æðaleggi og vökva, hlaupa og sækja
hluti sem vantaði og fylla út blóðprufu og
röntgenbeiðnir. Á „minors“ var mikið um
minni áverka svo sem beinbrot og skurði
en einnig kviðverkir, lyfjainntökur og stöku
snákabit. Þar fengum við að vera sjálfstæðari og
sáum um að skoða og meðhöndla sjúklinga og
færa í sjúkraskrá undir handleiðslu læknanna
á bráða móttökunni. Það var alltaf stofugangur
í byrjun og lok vaktar og þá voru sér fræðingarnir
duglegir að kenna og kanna þekkingu ung
læknanna og nemanna og við lærðum fljótt að
berklar voru alltaf mismunagreining.
Við höfðum fengið þær upplýsingar að það
væri mikil upplifun að vera á bráðamóttökunni
á Edendale sjúkrahúsinu yfir áramót og
byrjuðum því valtímabilið okkar aðeins fyrr.
Nóttin byrjaði rólega á þakinu á sjúkrahúsinu
að fylgjast með flugeldunum en íbúar fátækra
hverfisins umhverfis spítalann voru sprengju
glaðir og gáfu Íslendingum lítið eftir þrátt
fyrir að flugeldarnir hafi verið minni og af
verri gæðum. Stuttu eftir miðnætti byrjuðu
sjúkrabílarnir og fólkið að streyma að. Fyrsta
holskeflan af sjúklingum voru flugeldaslys og
maður lærði fljótt að leggja fingurrótardeyfingu
þar sem nokkrir höfðu sprengt flugelda í hendi
sér. Þegar leið á nóttina fjölgaði líkamsárásum
og þá sérstaklega stunguárásum og slysum
tengdum ölvunarakstri. Við vorum sett í þau
verkefni að sauma skurði og stungusár og varði
það verkefni langt fram á nýársdag.
Miklar sveiflur voru í álagi á bráðamóttökunni
og var lang mesta álagið um helgar og á
Daníel Arnarson
kandídat 2017-2018
Oddur Björnsson
kandídat 2017-2018
Sigrún Lína
Pétursdóttir
kandídat 2017-2018
Frá Súðinni til
sléttunnar
Reynslusaga frá valtímabili erlendis
Með sérfræðingunum á bráðamóttökunni.