Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 90

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 90
Sk em m tie fn i o g pi st la r 90 Það var örlagaríkur dagur þegar við þrjú, Daníel, Oddur og Sigrún Lína, vorum á Súðinni, gömlu góðu lesstofunni, að læra fyrir eitt af mörgum prófum læknadeildar og hittum stelpurnar sem voru nýkomnar heim frá val­ tímabili í Suður­Afríku. Þetta hljómaði eins og fullkomin blanda af lærdómstækifærum, ferða lögum og ævintýrum. Eftir nokkra skipulags fundi, tölvupósta, umsóknir og örvæntingar full símtöl til skrifstofustjóra háskólans í KwaZulu­Natal nokkrum dögum fyrir brottför lögðum við í hann strax eftir jólin 2016. Framundan var sex vikna dvöl á bráðamóttöku á Edendale sjúkrahúsinu í Pietermaritzburg. Edendale sjúkrahúsið er rekið af heilbrigðis­ ráðuneyti KwaZulu­Natal sem er landsvæði á austurströnd Suður­Afríku. Fleiri HIV smit aðir búa í Suður­Afríku en nokkru öðru landi og tíðni HIV­smitaðra er talin vera hæst á KwaZulu­Natal landsvæðinu eða um 30% íbúa. Þar sem spítalinn var ríkisrekinn var sjúklingahópurinn fátækur þar sem efnaðra fólk á svæðinu kaupir flest tryggingar og leitar á einkarekin sjúkrahús. Bráðamóttökunni er í grófum dráttum skipt í tvo hluta, „majors“ og „minors“, og sjúk­ lingum vísað á hvorn staðinn í „triage“ eftir alvarleika veikinda. Majors svæðið var ný­ uppgert og vel búið tækjum miðað við aðra hluta spítalans. Þar voru sextán nokkuð vel búin stæði fyrir bráðveika með síritum og að­ stöðu til inngripa svo sem barkaþræðingar og öndunarvéla meðferðar. Þó voru einungis átta af þessum stæðum nothæf vegna mönnunar­ vanda. Algeng tilfelli þar voru ketón­ blóðsýring, blóðsykurfall, flog, sýklasótt, alvar­ leg slys og líkamsárásir. Á „majors“ fengum við að fylgjast með og aðstoða læknana og fólst okkar hlutverk oft í því að taka blóðgös, setja upp æðaleggi og vökva, hlaupa og sækja hluti sem vantaði og fylla út blóðprufu­ og röntgenbeiðnir. Á „minors“ var mikið um minni áverka svo sem beinbrot og skurði en einnig kviðverkir, lyfjainntökur og stöku snákabit. Þar fengum við að vera sjálfstæðari og sáum um að skoða og meðhöndla sjúklinga og færa í sjúkraskrá undir handleiðslu læknanna á bráða móttökunni. Það var alltaf stofugangur í byrjun og lok vaktar og þá voru sér fræðingarnir duglegir að kenna og kanna þekkingu ung­ læknanna og nemanna og við lærðum fljótt að berklar voru alltaf mismunagreining. Við höfðum fengið þær upplýsingar að það væri mikil upplifun að vera á bráðamóttökunni á Edendale sjúkrahúsinu yfir áramót og byrjuðum því valtímabilið okkar aðeins fyrr. Nóttin byrjaði rólega á þakinu á sjúkrahúsinu að fylgjast með flugeldunum en íbúar fátækra­ hverfisins umhverfis spítalann voru sprengju­ glaðir og gáfu Íslendingum lítið eftir þrátt fyrir að flugeldarnir hafi verið minni og af verri gæðum. Stuttu eftir miðnætti byrjuðu sjúkrabílarnir og fólkið að streyma að. Fyrsta holskeflan af sjúklingum voru flugeldaslys og maður lærði fljótt að leggja fingurrótardeyfingu þar sem nokkrir höfðu sprengt flugelda í hendi sér. Þegar leið á nóttina fjölgaði líkamsárásum og þá sérstaklega stunguárásum og slysum tengdum ölvunarakstri. Við vorum sett í þau verkefni að sauma skurði og stungusár og varði það verkefni langt fram á nýársdag. Miklar sveiflur voru í álagi á bráðamóttökunni og var lang mesta álagið um helgar og á Daníel Arnarson kandídat 2017-2018 Oddur Björnsson kandídat 2017-2018 Sigrún Lína Pétursdóttir kandídat 2017-2018 Frá Súðinni til sléttunnar Reynslusaga frá valtímabili erlendis Með sérfræðingunum á bráðamóttökunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.