Læknaneminn - 01.04.2018, Side 91

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 91
Sk em m tie fn i o g pi st la r 91 nóttunni þegar slys og ofbeldi tengd ölvun og fíkniefnaneyslu voru algeng. Þess á milli gat verið nokkuð rólegt. Læknarnir á bráða­ móttökunni vildu að við myndum fá sem mest úr dvölinni í Suður­Afríku og töluðu fyrir svokallaðri „work hard, play hard“ stefnu. Það var ætlast til þess að við tækjum helgar­, kvöld­ og næturvaktir en fengum á móti stundum lengra frí til að ferðast og uppgötva landið. Læknarnir tóku mjög vel á móti okkur en bráðamóttakan á Edendale hefur verið vinsæl fyrir erlenda skiptinema á lokaárum læknanáms. Til dæmis bauð yfirlæknirinn okkur í safaríferð með fjölskyldunni sinni, einn deildarlæknanna bauð okkur í göngu ferð um Draknesberg fjallasvæðið með göngu­ klúbbnum sínum og okkur var hleypt inn í sérlega partígrúppu kandídata á svæðinu sem kallaði sig „PMB life“ og hélt viðburði eins og „speed friending“. Öllum sem við hittum í Suður­Afríku þótti mjög merkilegt að við værum frá Íslandi og margir höfðu aldrei heyrt minnst á Ísland áður. Stuttu eftir að við komum var haft samband við okkur frá fréttastofu í Pietermaritzburg og við spurð hvort þau mættu taka viðtal við okkur fyrir dagblaðið þeirra. Áður en við vissum vorum við komin í viðtal við fréttastofu PMB á skrifstofu forstjóra spítalans. Tveim dögum síðar birtist frétt í blaðinu og við orðin „fræg“ á spítalanum fyrir þetta. Við fengum húsnæði í gegnum háskólann og gistum í íbúð á „Doctors Quarters“ sem var bygging á lóð annars sjúkrahúss. Húsnæðið var ekki eins glæsilegt og nafnið „Doctors Quarters“ hafði látið okkur vona en verðið hefði þó átt að gefa okkur vísbendingu um það en við borguðum 250 íslenskar krónur fyrir nóttina. Við vorum sjö læknanemar sem deildum íbúðinni með einu salerni og tveimur rúmum í borðstofunni. Þrátt fyrir þröngan aðbúnað var andinn í íbúðinni mjög góður og við eignuðumst góða vini, tvo þýska læknanema og par frá Nýja­Sjálandi. Á kvöldin elduðum við saman, drukkum Suður­ Afrísk vín og spiluðum. Suður­Afríka er mjög fallegt land og fjölbreytt og mikill munur á milli landsvæða bæði í menningu og landslagi og býður uppá mikla möguleika í ferðamennsku. Við nýttum öll tækifæri þegar við vorum ekki á spítalanum að njóta landsins og fara í styttri ferðir. Í lok dvalarinnar ferðuðumst við svo frá Pietermaritzburg til Höfðaborgar. Á leiðinni keyrðum við yfir 1500 km, fórum í hellaskoðun, fallhlífarstökk, fórum á brimbretti og í vín­ smökkun á Suður­Afrískum vínekrum og margt fleira. Á bráðamóttökunni á Edendale. Skoðuðum vínekrur Suður-Afríku. Fórum í fallhífarstökk nálægt Cape point. Muizenberg ströndin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.