Læknaneminn - 01.04.2018, Page 91
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
91
nóttunni þegar slys og ofbeldi tengd ölvun
og fíkniefnaneyslu voru algeng. Þess á milli
gat verið nokkuð rólegt. Læknarnir á bráða
móttökunni vildu að við myndum fá sem
mest úr dvölinni í SuðurAfríku og töluðu
fyrir svokallaðri „work hard, play hard“ stefnu.
Það var ætlast til þess að við tækjum helgar,
kvöld og næturvaktir en fengum á móti
stundum lengra frí til að ferðast og uppgötva
landið. Læknarnir tóku mjög vel á móti okkur
en bráðamóttakan á Edendale hefur verið
vinsæl fyrir erlenda skiptinema á lokaárum
læknanáms. Til dæmis bauð yfirlæknirinn
okkur í safaríferð með fjölskyldunni sinni,
einn deildarlæknanna bauð okkur í göngu ferð
um Draknesberg fjallasvæðið með göngu
klúbbnum sínum og okkur var hleypt inn
í sérlega partígrúppu kandídata á svæðinu sem
kallaði sig „PMB life“ og hélt viðburði eins og
„speed friending“.
Öllum sem við hittum í SuðurAfríku þótti
mjög merkilegt að við værum frá Íslandi og
margir höfðu aldrei heyrt minnst á Ísland áður.
Stuttu eftir að við komum var haft samband
við okkur frá fréttastofu í Pietermaritzburg
og við spurð hvort þau mættu taka viðtal
við okkur fyrir dagblaðið þeirra. Áður en við
vissum vorum við komin í viðtal við fréttastofu
PMB á skrifstofu forstjóra spítalans. Tveim
dögum síðar birtist frétt í blaðinu og við orðin
„fræg“ á spítalanum fyrir þetta.
Við fengum húsnæði í gegnum háskólann og
gistum í íbúð á „Doctors Quarters“ sem var
bygging á lóð annars sjúkrahúss. Húsnæðið
var ekki eins glæsilegt og nafnið „Doctors
Quarters“ hafði látið okkur vona en verðið
hefði þó átt að gefa okkur vísbendingu um
það en við borguðum 250 íslenskar krónur
fyrir nóttina. Við vorum sjö læknanemar
sem deildum íbúðinni með einu salerni og
tveimur rúmum í borðstofunni. Þrátt fyrir
þröngan aðbúnað var andinn í íbúðinni
mjög góður og við eignuðumst góða vini, tvo
þýska læknanema og par frá NýjaSjálandi. Á
kvöldin elduðum við saman, drukkum Suður
Afrísk vín og spiluðum.
SuðurAfríka er mjög fallegt land og fjölbreytt
og mikill munur á milli landsvæða bæði í
menningu og landslagi og býður uppá mikla
möguleika í ferðamennsku. Við nýttum öll
tækifæri þegar við vorum ekki á spítalanum
að njóta landsins og fara í styttri ferðir.
Í lok dvalarinnar ferðuðumst við svo frá
Pietermaritzburg til Höfðaborgar. Á leiðinni
keyrðum við yfir 1500 km, fórum í hellaskoðun,
fallhlífarstökk, fórum á brimbretti og í vín
smökkun á SuðurAfrískum vínekrum og
margt fleira.
Á bráðamóttökunni á Edendale.
Skoðuðum vínekrur Suður-Afríku. Fórum í fallhífarstökk nálægt Cape point.
Muizenberg ströndin.