Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 115
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
11
5
Hvers vegna ákvaðstu fara í læknisfræði
á sínum tíma? Eftir framhaldsskóla var ég
engan veginn viss um hvað mig langaði að
gera. Læknisfræði fannst mér spennandi
námsleið frá því að ég var krakki og til dagsins
í dag þó ég hafi snúið mér að öðru. Um er að
ræða fræðigrein sem hefur snertifleti við helstu
vísindagreinarnar, efnafræði og eðlisfræði,
en þó eru innsæi og rökhugsun jafnframt
mikilvæg.
Þetta nám heillaði því það var stór áskorun og
ég hafði umgengist lækna mikið síðan ég var
lítill vegna sjúkrasögu minnar.
Hluti af því sem fékk mig til þess að ákveða
að fara í námið var að mig langaði að spreyta
mig á inntökuprófinu, langaði að taka það einu
sinni og sanna fyrir sjálfum mér að ég væri
nógu góður til þess að komast inn.
Hvað er það sem heillaði þig í þínu starfi
og hvað varð til þess að þú fórst þá leið
umfram þá fjölförnu að fara í klíník?
Hugbúnaðarþróun og forritun yfir höfuð
fylgir mikið frelsi. Hægt er að starfa hvar sem
er í heiminum í rauninni og vinna að eigin
verkefnum gefi maður sér tíma í slíkt. Ég fór
að miklu leyti til í forritun umfram klíník og
frekar en aðrar leiðir einmitt vegna frelsis og
til þess að nálgast drauma mína enn frekar sem
snúa að tölvuleikjagerð. Ég sá einnig fyrir mér
að starfa sem forritari myndi síðan auðvelda
mér að ferðast og skoða heiminn.
Kúltúrinn sem er í hugbúnaðargeiranum
heillaði auðvitað einnig og almennt er minna
í húfi að sjálfsögðu í þeim bransa heldur
en þegar það kemur að læknisfræðinni.
Auðveldara er að nálgast vandamálin frá
mörgum hliðum, prófa sig áfram og endurtaka
tilraunir nánast samstundis án þess að í það
fari mikill tími, kostnaður eða áhætta.
Hefur læknisfræðimenntun þín nýst þér
í starfi og/eða daglegu lífi? Já, hún hefur
tvímælalaust nýst mér í daglegu lífi. Erfiðara að
segja til um í starfi þó þar sem starfsgreinarnar
eru svo ólíkar.
Mín upplifun er sú að það hjálpi rosalega
mikið þegar maður leitar sér læknisaðstoðar
sjálfur að hafa örlítinn bakgrunn, þekkja
ákveðin einkenni og hvernig eðlilegt ástand á
að vera sem og vita aðeins um virkni algengra
lyfja. Það er á vissan hátt fáránlegt að tala um
það en fyrir vikið er maður kannski ábyrgari
sjúklingur, skráir hluti hjá sér þegar eitthvað
er ekki eins og það á að vera og gefst heldur
aldrei upp í því að minna fólk í kringum sig
á að klára sýklalyfjaskammtana sína og þess
háttar.
Eitt af því sem farið var inn á í samskipta
fræðinni á öðru ári var hugræn atferlismeðferð.
Sú kunnátta hefur hjálpað sjálfum mér og hef
ég náð að aðstoða vini, ættingja og starfsfélaga
með því að beita grunnþáttunum sem er að
finna þar.
Algjör hliðarafurð við kennslustundirnar og
heimalesturinn í læknisfræðinni reynist þó
kannski hvað mest vera orðsifjafræðin sem
ómeðvitað síast inn og hjálpar mikið þegar
kemur að erlendum tungumálum. Orðsifja
fræði er einfaldlega stórkostlegt fyrirbæri.
Námið dýpkaði vissulega forvitni mína og
ýtti undir þessa greiningarhugsun sem þarf að
vera til staðar þegar það kemur að taka eftir
sjúkdómseinkennum en líka auðvitað þegar
verið er að „díbögga“ (e. debugging) í kóða, það
er að segja finna villur og vitlausa hegðun í
kerfum og kóða og leiðrétta.
Eitthvað sem þú vilt bæta við eða koma á
framfæri? Ég get sko sagt þeim sem eru að
læra læknisfræði í dag að þó þið mynduð
hætta þá munu vinir og ættingjar ekkert hætta
að spyrja ykkur hvað amar að þeim.
Ég vil síðan nota tækifærið til þess að koma
því á framfæri að ég sé ekki eftir tíma mínum
í læknisfræðinni og sé heldur ekki eftir að hafa
hætt og snúið mér að öðru. Þessi tvö ár skiluðu
mér svo mörgu, skilningi á flóknu efni, innsýn
inn í dularfullan heim læknastéttarinnar, betri
sjálfsvitund, tólum til þess að takast á við dag
legt líf á flókinni tækniöld og síðast en ekki síst
eignaðist ég nýja vini og styrkti vinasambönd
sem ég átti fyrir.
Berglind Hermannsdóttir
lögfræðingur
Hversu langt fórstu í læknisfræðinámi og
hvað gerir þú í dag? Ég kláraði fyrstu önnina
í læknisfræðinni. Í lok október fór ég að átta
mig á því að læknastarfið væri líklega ekki fyrir
mig en ég ákvað samt sem áður að sjá aðeins til,
hugsa málið nægilega og klára í það minnsta
önnina enda gekk námið vel. Í dag hef ég lokið
meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands
og starfa sem lögfræðingur í stjórnsýslunni,
hjá Útlendingastofnun nánar tiltekið.
Hvers vegna ákvaðstu fara í læknisfræði
á sínum tíma? Ég hef alltaf haft gríðarlega
mikinn áhuga á mannslíkamanum og líffræði
fannst mér langtum skemmtilegasta fagið í
skóla og framhaldsskóla. Ég hafði einhvern
veginn alltaf stefnt á læknisfræði og eftir
að hafa lokið stúdentsprófi þurfti ég ekki
einu sinni að hugsa mig um ég ætlaði í
læknisfræði.
Hvað er það sem heillaði þig í þínu starfi og
hvað varð til þess að þú fórst þá leið umfram
þá fjölförnu að fara í klíník? Eftir að hafa
hætt í læknisfræðinni var ég svolítið ráðvillt.
Ég hafði, eins og áður sagði, alltaf stefnt
á læknisfræðina og þegar ég hafði áttað mig
á að læknastarfið væri ekki fyrir mig hafði ég
í raun ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera.
Ég skoðaði ýmsar leiðir innan háskólans og
eftir töluverðar vangaveltur ákvað ég að fara
í lögfræðina. Mér fannst það geta átt vel við
mig enda mjög hagnýtt nám sem kemur inn á
öll svið samfélagsins. Áhugi minn liggur helst
á sviði þjóðaréttar og mannréttinda og ég hef
verið svo heppin að hafa haft tækifæri til að
starfa á því sviði.
Hvað varðar síðari spurninguna, þá rann það
í raun bara upp fyrir mér að læknastarfið væri
ekki fyrir mig. Mig langaði ekki að starfa sem
læknir þrátt fyrir að hafa gríðarlegan áhuga
á náminu sjálfu.
Hefur læknisfræðimenntun þín nýst þér
í starfi og/eða daglegu lífi? Þar sem ég lauk
bara einni önn, það er efnafræði, eðlisfræði
og líffærafræði, get ég í raun ekki sagt að
læknisfræðimenntunin hafi nýst mér að neinu
ráði umfram það sem ég hafði lært áður.
Eitthvað sem þú vilt bæta við eða koma á
framfæri? Ég var mjög efins þegar kom að því
að taka lokaákvörðun um að hætta í læknis
fræðinni og ég hugsa stundum enn: „hvað ef ?“
Þegar ég lít til baka er ég þó ánægð með að
hafa þreytt inntökuprófið, komist inn og lokið
fyrstu önninni. Öðruvísi hefði ég ekki komist
að því að læknastarfið væri ekki fyrir mig og
líklega velt mér enn meira upp úr því „hvað
ef ?“ Svo vil ég líka bæta því við að ég dáist
mikið að öllum þeim sem velja að starfa á sviði
læknavísindanna.
„...þó þið mynduð
hætta þá munu vinir og
ættingjar ekkert hætta
að spyrja ykkur hvað
amar að þeim.“
„...ánægð með að hafa
þreytt inntökuprófið,
komist inn og lokið
fyrstu önninni.“