Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 118
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
11
8
Hilda Hrönn Guðmundsdóttir
læknanemi á fimmta ári 2017-2018
„Við vitum að læknum er margt til lista lagt
– annað en læknislistin“ voru upphafsorð
kvölds ins. Hugguleg stemning hafði skapast
í salnum; kertaljós á borðum, ljósin dempuð
og sviðið upplýst af fjólublárri birtu. Sunna
Snædal, kynnir kvöldsins, bauð gesti
hjartanlega velkomna á þetta tónlistarkvöld
Læknafélags Íslands, sem haldið var í tilefni af
100 ára afmæli Læknafélagsins. Fram undan
var sannkölluð tónlistarveisla, framreidd
af læknum og læknanemum, sem eiga það
sameiginlegt að syngja, spila á hljóðfæri, semja
og flytja eigin tónlist meðfram læknisfræðinni.
Fyrstir á svið voru „Diplokokkarnir“,
þeir Sæmundur Rögnvaldsson og Þórður
Páll Pálsson, sem spiluðu eigin útgáfur af
íslenskum dægur lögum og var fólk ekki lengi
að taka undir – enda bráð smitandi menn á
ferð. Næstur á svið var Michael Clausen með
frum samin lög, sem höfðu yfir sér notalegan,
róman tískan blæ. Hljómaði eitt erindið svo;
„Lífið er svo yndislegt,
það fyllir huga minn
af hamingju og hlýju
er þú kyssir mig á kinn“.
Rólegur og yfirvegaður fylgdi Þórður Þórkels
son í rómantísk fótspor Mikka og lék meðal
annars dægurlagið fræga: „Við gengum tvö“
listilega á gítar. Næsta atriði var í höndum
„Hjónabandsins“, en þau Hildur Þóra og Jón
Ágúst, hjón og bekkjarfélagar í læknadeild,
spiluðu saman á klarinett og píanó af ein
stakri einlægni og mýkt. Stórsveitin „Strengir
gegn öldrun“ var næst á svið og ekki
mátti undra að hana skipaði fríður flokkur
öldrunar lækna. Blómakransarnir og ukulele
hljóðfærin sköpuðu þar sannkallaða Hawaii
stemningu – sem staldraði þó ekki lengi við.
Áður en áhorfendur vissu af var þeim kippt
út úr suðrænni hlýjunni og inn í kalt, íslenskt
hesthús. Þar sat enginn annar en Raggi Dan og
spilaði og söng, um svellharða hestamennskuna
og íslensku sveitasumrin. Sveitaþemað hélt
áfram því þær Edda, Þórdís og Sólveig sem
skipa hljómsveitina „Mannaveiðar“ héldu
áfram að syngja um hestamennskuna en þar
læddist rómantíkin einnig inn;
„Við ræddum saman,
hann bauð mér heim.
Við riðum út í nóttina
á fákum tveim“.
Undirritaðri féll svo það verðuga verkefni
í skaut að enda þessa kvöldstund með flutningi
á frumsömdu efni sem varð til í próflestri
í læknadeild. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið
að fá að koma fram með mitt eigið efni og hvet
hvern þann sem les þennan pistil að prófa að
setjast niður og semja lag, texta eða hvað svo
sem sköpunargyðjan kallar fram. Ég fæ að
enda þetta á textabroti úr fyrsta laginu mínu:
„Í skjóli nætur“ en það fjallar um mikilvægi
þess að eiga sér griðarstað.
„Stingum af í skjóli nætur,
hverfum burt á kyrran stað.
Þar sem róin á sér rætur,
við rötum veginn – verum þar“.
Tónlistarkvöld
Læknafélags Íslands
Hildur Þóra Ólafsdóttir og Jón Ágúst Stefánsson, læknanemar á fimmta ári 2017-2018. Myndin er úr Læknablaðinu og
birt með leyfi blaðsins.
Hilda Hrönn Guðmundsdóttir, læknanemi á fimmta ári 2017-2018, og Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson. Birt með leyfi
Michaels Clausen.