Læknaneminn - 01.04.2018, Side 118

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 118
Sk em m tie fn i o g pi st la r 11 8 Hilda Hrönn Guðmundsdóttir læknanemi á fimmta ári 2017-2018 „Við vitum að læknum er margt til lista lagt – annað en læknislistin“ voru upphafsorð kvölds ins. Hugguleg stemning hafði skapast í salnum; kertaljós á borðum, ljósin dempuð og sviðið upplýst af fjólublárri birtu. Sunna Snædal, kynnir kvöldsins, bauð gesti hjartanlega velkomna á þetta tónlistarkvöld Læknafélags Íslands, sem haldið var í tilefni af 100 ára afmæli Læknafélagsins. Fram undan var sannkölluð tónlistarveisla, framreidd af læknum og læknanemum, sem eiga það sameiginlegt að syngja, spila á hljóðfæri, semja og flytja eigin tónlist meðfram læknisfræðinni. Fyrstir á svið voru „Diplokokkarnir“, þeir Sæmundur Rögnvaldsson og Þórður Páll Pálsson, sem spiluðu eigin útgáfur af íslenskum dægur lögum og var fólk ekki lengi að taka undir – enda bráð smitandi menn á ferð. Næstur á svið var Michael Clausen með frum samin lög, sem höfðu yfir sér notalegan, róman tískan blæ. Hljómaði eitt erindið svo; „Lífið er svo yndislegt, það fyllir huga minn af hamingju og hlýju er þú kyssir mig á kinn“. Rólegur og yfirvegaður fylgdi Þórður Þórkels­ son í rómantísk fótspor Mikka og lék meðal annars dægurlagið fræga: „Við gengum tvö“ listilega á gítar. Næsta atriði var í höndum „Hjónabandsins“, en þau Hildur Þóra og Jón Ágúst, hjón og bekkjarfélagar í læknadeild, spiluðu saman á klarinett og píanó af ein­ stakri einlægni og mýkt. Stórsveitin „Strengir gegn öldrun“ var næst á svið og ekki mátti undra að hana skipaði fríður flokkur öldrunar lækna. Blómakransarnir og ukulele­ hljóðfærin sköpuðu þar sannkallaða Hawaii stemningu – sem staldraði þó ekki lengi við. Áður en áhorfendur vissu af var þeim kippt út úr suðrænni hlýjunni og inn í kalt, íslenskt hesthús. Þar sat enginn annar en Raggi Dan og spilaði og söng, um svellharða hestamennskuna og íslensku sveitasumrin. Sveitaþemað hélt áfram því þær Edda, Þórdís og Sólveig sem skipa hljómsveitina „Mannaveiðar“ héldu áfram að syngja um hestamennskuna ­ en þar læddist rómantíkin einnig inn; „Við ræddum saman, hann bauð mér heim. Við riðum út í nóttina á fákum tveim“. Undirritaðri féll svo það verðuga verkefni í skaut að enda þessa kvöldstund með flutningi á frumsömdu efni sem varð til í próflestri í læknadeild. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið að fá að koma fram með mitt eigið efni og hvet hvern þann sem les þennan pistil að prófa að setjast niður og semja lag, texta eða hvað svo sem sköpunargyðjan kallar fram. Ég fæ að enda þetta á textabroti úr fyrsta laginu mínu: „Í skjóli nætur“ en það fjallar um mikilvægi þess að eiga sér griðarstað. „Stingum af í skjóli nætur, hverfum burt á kyrran stað. Þar sem róin á sér rætur, við rötum veginn – verum þar“. Tónlistarkvöld Læknafélags Íslands Hildur Þóra Ólafsdóttir og Jón Ágúst Stefánsson, læknanemar á fimmta ári 2017-2018. Myndin er úr Læknablaðinu og birt með leyfi blaðsins. Hilda Hrönn Guðmundsdóttir, læknanemi á fimmta ári 2017-2018, og Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson. Birt með leyfi Michaels Clausen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.