Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 126

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 126
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 12 6 aldur kvenna við greiningu lækkaði á rannsóknar ­ tímabilinu og konur greindust með lengra genginn sjúkdóm í lok tímabilsins. Horfur eru beint tengdar stigun en tengjast einnig aldri og greiningarári. Þátttaka í leghálsskimun hefur áhrif á stigun við greiningu. Mælingar á blóðsykri hjá nýburum á kvennadeild Landspítalans og Vökudeild Barnaspítala Hringsins Eggert Ólafur Árnason1, Guðrún Krist­ jánsdóttir3, Elín Ögmundsdóttir2 , Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Vökudeild Barnaspítala Hringsins, 3Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Inngangur: Árið 2011 var gerð rannsókn á því hvernig blóðsykurseftirliti væri háttað hjá nýburum á kvennadeild Landspítalans og Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Í rannsókninni kom í ljós að eftirlitinu var að mörgu leyti ábótavant, ekki síst hjá börnum sykursjúkra mæðra. Í kjölfarið voru settar fram verklagsreglur sem tóku í gildi 2011 sem segja til hvernig eftirliti með blóðsykri og inngripum fyrir börn mæðra með insúlínháða sykursýki og meðgöngusykursýki týpu 1 og 2, skuli háttað. Í reglunum segir að leggja skuli barnið á brjóst sem fyrst eftir fæðingu (innan 30 mínútna) og að mæla eigi blóðsykur hjá því við tveggja klst. aldur. Markmið þessarrar rannsóknar voru að kanna hvort blóðsykurseftirlit fari eftir núgildandi verklagsreglum, hvort eftirlitið hafi batnað frá fyrri rannsókn og kanna hvaða börn eru í mestri áhættu á að mælast með lágan blóðsykur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám, mæðraskrám og eftirlitstblöðum barna. Safnað var almennum upplýsingum um móður og barn sem og upplýsingum um blóðsykurseftirlit og inngrip. Rannsóknarúrtakið var 359 mæður sem voru með sykursýki á meðgöngu og fæddu börn á árunum 2015­2016 og börn þeirra. 193 mæður og börn þeirra úr fyrri rannsókn voru notuð sem viðmiðunarúrtak. Niðurstöður: Meðalaldur nýbura við fyrstu blóðsykurs mælingu var tvær klukkustundir. Miðað við fyrri rannsókn hafði þessi tími lengst um tæpar 40 mínútur. Marktæk lækkun var í skráningu fæðugjafa milli tímabilanna (p<0,001), en í 31,3% tilvika var ábótargjöf skráð og í 86,1% var brjóstagjöf, skráð en 54,4% og 95,9% í fyrri rannsókn. Lægstu blóðsykursgildi barna mæðra með insúlínháða sykursýki mældust marktækt lægri (p<0,001) en börn mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 og 2. Ekki var marktækur munur á aldri hópanna við lægstu mælingu. Hins vegar voru börn mæðra með insúlínháða sykursýki mæld marktækt fyrr en börn mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 (p = 0,0067). Ekki var maktækur munur á fjölda blóðsykursmælinga á fyrstu þremur sólahringunum eftir fæðingu milli tímabilanna tveggja. Ályktanir: Blóðsykureftirlit á kvennadeild Landspítala og Vökudeild virðist fara fram eftir gildandi verklagsreglum og hefur batnað frá því þær voru settar. Börn mæðra með insúlínháða sykursýki eru í meiri hættu að mælast með lágan blóðsykur en börn mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 eða 2, sem hugsanlega má að einhverju leyti rekja til þess að þau eru mæld fyrr en þau síðarnefndu. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja mikilvægi þess að vel sé fylgst með börnum mæðra með sykursýki á meðgöngu fyrstu klukkustundirnar eftir fæðingu. Fylgikvillar aðgerða hjá sjúklingum með ristil- og endaþarmskrabbamein. Einar Bragi Árnason1, Helgi Birgisson2, Tryggvi B. Stefánsson3, Laufey Tryggvadóttir2 og Páll Helgi Möller1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinsskrá Íslands, 3Skurðlækningadeild Landspítala Inngangur: Ristil­ og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá bæði körlum og konum. Skurðaðgerð gegnir lykilhlutverki í meðferð ristil­ og endaþarmskrabbameins en aðgerðin er umfangsmikil og fylgikvillar því algengir. Vísir að gæðaskráningu er komin í heilsugátt Landspítala og mun verkefnið meta hvort hægt sé að nota gögn úr henni og hvort samanburður við sænsk sjúkrahús sé mögulegur. Markmið rannsóknarinnar er að meta meðferð og tíðni fylgikvilla við brottnám ristils og endaþarms á Íslandi hjá sjúklingum sem greindust árin 2014 og 2015 borið saman við sjúkrahús á Uppsala­ Örebro svæðinu í Svíþjóð (UÖS). Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sjúklinga sem samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands voru greindir með ristil­ og endaþarmskrabbamein frá ársbyrjun 2014 til lok árs 2015. Upplýsingar um greiningardagsetningu, stigun sjúklinga og kyn voru fengnar frá Krabbameinsskrá en upplýsingar um meðferð og fylgikvilla fengust úr sjúkrarskrárkerfi og Orbit skurðstofukerfi Landspítala. Þær breytur sem notaðar voru í rannsókninni voru skráðar á skráningareyðublöð í gegnum Heilsugátt Landspítala. Eyðublöðin sem notuð voru í rannsókninni voru byggð á sambærilegum sænskum eyðublöðum. Við saman­ burðinn var notað Pearson kí­kvaðrat marktektarpróf. Niðurstöður: Í þessum samanburði voru 345 tilfelli frá Íslandi og 2767 tilfelli frá UÖS. Íslensk tilfelli hafa sjaldnar hlotið fullnægjandi stigun fyrir meðferð borið saman við UÖS, p=0.010 fyrir ristilkrabbamein árið 2015 og p=0.004 fyrir endaþarmskrabbamein árið 2014. Hlutfallslega færri fóru í skurðaðgerð hér á Íslandi í tilfellum ristilkrabbameina (p<0.001; ár 2014 og p=0.002; ár 2015). Hlutfallslega fleiri fóru í skurðaðgerð með kviðsjá fyrir ristilkrabbamein bæði árin á Íslandi (p=0.002; 2014 og p<0.001; ár 2015) og árið 2015 fyrir endaþarmskrabbamein (p=0.002). Tíðni fylgikvilla fyrir öll tilfelli ristil­ og endaþarmskrabbameina á Íslandi árið 2014 og 2015 var 55%. Fylgikvillar voru algengari á Íslandi í tilfellum ristilkrabbameina fyrir valaðgerðir bæði árin og fyrir bráðaaðgerðir 2014, (p<0.001; valaðgerð 2014, p<0.001; valaðgerð 2015 og p=0.004; bráðaaðgerð 2014). Fyrir endaþarmskrabbamein fannst marktækur munur á fjölda fylgikvilla en þeir voru fleiri á Íslandi borið saman við UÖS fyrir 2014 (p<0.001). Þegar leki á samtengingu og sárrof var skoðað fannst einungis marktækur munur á endaþarmskrabbameinum árið 2014 þar sem tíðni leka á samtengingu var algengari á Íslandi (p=0.002). Enginn marktækur munur fannst á tíðni endurinnlagna eða andláta innan 30 daga frá aðgerð. Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir að gæðaskráning er vel möguleg gegnum eyðublöð heilsugáttar Landspítala og að samanburður við Svíþjóð er einnig gagnlegur. Skráningin var afturvirk og því oft erfitt að nálgast upplýsingar sem voru illa skráðar í sjúkraskrá. Það sýnir mikilvægi þess að koma upp gæðaskráningu þar sem upplýsingarnar eru skráðar framvirkt. Tíðni fylgikvilla í heild var há á Íslandi miðað við UÖS og aðrar rannsóknir. Leki á samtengingu, enduraðgerðir, endurinnlagnir og andlát voru þó sambærileg við UÖS og aðrar rannsóknir. Samanburðinum við UÖS skal taka með fyrirvara þar sem skráningareyðublöð voru ekki eins og sum gögn á Íslandi var ábótavant. Svipgerð stökkbreytingar í APP geninu sem verndar gegn Alzheimer sjúkdómi Elísabet Daðadóttir1, Steinunn Þórðardóttir2,3, Jón Snædal2, Hreinn Stefánsson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Minnismóttaka Landspítala háskólasjúkrahúss, 3Karolinska Institutet, 4Íslensk erfðagreining Inngangur: Alzheimer sjúkdómur (AD) er tauga­ hrörnunar sjúkdómur sem einkennist af síversnandi minnis tapi auk annarra einkenna eins og skertri dómgreind og lélegri áttun. Meingerð sjúkdómsins birtist í amyloid skellum og taugatrefjaflækjum í heilavef einstaklinga. Uppsöfnun á beta amyloid (Ab) peptíði í heila er talin vera ein af aðalorsökum þess að einstaklingar fái AD. Ab peptíðið myndast við niðurbrot himnubundna próteinsins amyloid precursor protein (APP). Ensímin BACE1 og g­sekretasi kljúfa APP og við það myndast Ab. Mikil þörf er á meðferð við AD sem hefur áhrif á sjálfan sjúkdómsganginn en sú meðferð sem er á markaði í dag er eingöngu einkennameðferð. Ný lyf eru í þróun sem hafa bein áhrif myndun Ab, uppsöfnun þess og hreinsun úr heila. Nokkuð margir erfðabreytileikar tengdir Alzheimer sjúkdómi eru þekktir og auka þeir allir, að einum undanskildum, áhættuna á að fá sjúkdóminn. Þar er um að ræða stökkbreytinguna A673T sem staðsett er við skerðiset BACE1 í APP og er talin vernda gegn AD. Hún veldur því að BACE1 klýfur APP síður og við það myndast minna Ab. Niðurstöður fyrri rannsóknar sýndu að eldri einstaklingar á hjúkrunarheimilum sem voru með stökkbreytinguna virtust hafa betri hugræna færni en viðmiðunarhópur skv. huglægu mati hjúkrunarfræðings. Markmið rannsóknarinnar var að kanna svipgerð einstaklinga með stökkbreytinguna á nákvæmari hátt með taugasálfræðilegum prófum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 42, 70 ára og eldri. Þeir skiptust í tvo hópa, 14 einstaklinga með APP A673T stökkbreytinguna og 28 í viðmiðunarhópi. Rannsóknin var tvíblind tilfella­ viðmiðsrannsókn og var viðmiðunarhópurinn paraður við hópinn með stökkbreytinguna hvað varðar aldur, kyn og APOE arfgerð. Sami rannsakandinn lagði taugasálfræðileg próf fyrir alla þátttakendur. Þátttakendur vissu ekki hvað verið var að rannsaka og rannsakandi var blindur á arfgerð einstaklinganna. Fjögur taugasálfræðileg próf voru lögð fyrir: Sögur (WMS – logical memory), Orðaleikni (Letter and category fluency), Slóðarpróf A & B (Trails) og Digit coding. Niðurstöður: Meðalaldur í hópnum með stökk­ breytinguna var 76,9 ár og meðalaldur í viðmiðunar­ hópnum 78,0 ár. Kynjahlutföllin í hópunum voru jöfn og voru 57,1% þáttakenda í báðum hópum karlar. Enginn marktækur munur var á árangri hópanna á nokkru þeirra fjögurra taugasálfræðilegu prófa sem lögð voru fyrir. Hins vegar kom fram marktæk versnun á árangri einstaklinga í báðum hópunum með vaxandi aldri. Enginn munur var á hraða aldursbundnu versnunarinnar í hópunum tveimur. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar samrýmast því að áhrif stökkbreytingarinnar séu ekki komin fram hjá þeim aldurshópi sem hér var til rannsóknar. Næsta skref væri að leggja taugasálfræðilegu prófin fyrir stærri hóp einstaklinga með hærri meðalaldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.