Læknaneminn - 01.04.2018, Side 129

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 129
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 12 9 keisaraskurði vegna teppts framgangs með aldri. Konur 20­29 ára með tepptan framgang voru 12,1 sinnum líklegri til að fæða með keisaraskurði en konur á sama aldri sem ekki greindust með tepptan framgang (GLH: 12,1, ÖB:10,8­13,6) en konur 40 ára og eldri 5,8 sinnum líklegri ef þær greindust með tepptan framgang (GLH: 5,8, ÖB: 6,3­9,2). Þegar leiðrétt hafði verið fyrir öllum blöndunarþáttum jukust líkurnar hjá konum 40 ára og eldri og þær urðu 15 sinnum líklegri til að lenda í keisaraskurði ef þær lentu í tepptum framgangi (GLH: 15,0, ÖB: 5,6­45,7). Sá blöndunarþáttur sem hafði mest áhrif var fæðingarár barns. Kom í ljós að konur 40 ára og eldri voru fjórum sinnum líklegri til að fæða með keisaraskurði ef þær greindust með tepptan framgang árin 1997­2006 (GLH: 16,3, ÖB: 4,5­70,9) en árin 2007­2015 (GLH: 3,6, ÖB: 3,4­36,3). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki megi rekja aukna tíðni keisaraskurða hjá eldri mæðrum til þess að þær lendi oftar í tepptum framgangi. Hins vegar má rekja fleiri keisaraskurði hjá eldri mæðrum til fósturstreitu. Enn fremur benda niðurstöðurnar til að hlutur keisaraskurða vegna teppts framgangs hafi breyst á rannsóknartímabilinu. Það er því líklegt að eldri mæður fái öðruvísi meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu en þær yngri, þröskuldur fyrir því að fara í keisaraskurð vegna fósturstreitu sé lægri og/eða fósturstreita algengari og viðhorf til þeirra hafi breyst á síðastliðnum árum. Háls- og nefkirtlatökur í íslenskum börnum á árunum 2005-2016 Nýgengi og möguleg áhrif upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum Helga Margrét Þorsteinsdóttir1, Ásgeir Haraldsson1,2, Einar K. Hjaltested3, Elías Eyþórsson1, Hannes Petersen1,4, Valtýr Stefánsson Thors 1,2, Karl G. Kristinsson1,5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3Háls­, nef­ og eyrnadeild Landspítala, 4Sjúkrahúsið á Akureyri, 5Sýklafræðideild Landspítala. Inngangur: Háls­ og nefkirtlar gegna mikilvægu hlutverki í áunna ónæmiskerfinu, einkum hjá börnum. Stórir kirtlar geta orsakað þrengsli í öndunarvegi og/ eða stuðlað að endurteknum sýkingum í efri loftvegum. Háls­ og nefkirtlatökur (HNT) eru ein algengasta aðgerð sem gerð er á börnum en nokkur munur er á nýgengi á milli landa. Skortur er á gagnreyndum heimildum um skýran ávinning aðgerða. Markmið rannsóknarinnar er að meta nýgengi HNT á Íslandi á árunum 2005­2016 hjá íslenskum börnum yngri en 18 ára, ásamt aldurs­ og kynjadreifingu og möguleg áhrif upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum á fjölda aðgerða. Efniviður og aðferðir: Gögn frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) veittu upplýsingar um HNT sem gerðar voru á tímabilinu. Gjaldnúmer aðgerða var nýtt til að finna tegund og fjölda aðgerða. Upplýsingum um dagsetningu aðgerðar, læknanúmer, fæðingarmánuð og ­ár barns, kyn og búsetu var safnað. Aðgerðum var skipt í tvo flokka; hálskirtlatökur (HT) og nefkirtlatökur (NT). Ársnýgengi aðgerða var reiknað eftir aldursári og kyni. Við mat á áhrifum upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum var börnum skipt í tvo ferilhópa, bólusett og óbólusett. Lýsandi tölfræðigreining var gerð í R. Tölfræðipróf voru T­próf, kí­kvaðrat próf og einþátta línuleg aðhvarfsgreining. Nýgengishlutfall milli bólusettra og óbólusettra barna var borið saman með Mantel­Haenszel tilgátuprófi. Niðurstöður: Á tímabilinu voru gerðar 23.296 kirtlatökur á börnum <18 ára á Íslandi; 9.755 HT og 13.541 NT. Aldursstaðlað meðalársnýgengi HT á hver 1.000 börn <18 ára var 10,2 og fyrir NT 14,1. Aldursstaðlað meðalársnýgengi HT var hæst meðal þriggja ára barna, 26,5 aðgerðir/1000 börn og meðalársnýgengi NT var hæst meðal eins árs gamalla barna, 107,0 aðgerð/1000 börn. HT voru oftast gerðar á 3,8 ára gömlum börnum og NT á 1,3 ára gömlum börnum. Ekki var marktækur kynjamunur á heildarfjölda aðgerða (P=0,21). Marktækt fleiri NT voru gerðar hjá drengjum (P<0,001) og marktækt fleiri HT hjá stúlkum (P<0,001). Fleiri kirtlatökur voru gerðar á drengjum undir sex ára aldri (P<0,001) en í börnum yfir sex ára aldri voru kirtlar oftar teknir hjá stúlkum (P<0,001). Miðaldur barna við HT var 6,3 ár og við NT 2,1 ár. Meðalaldur drengja við HT var 2,4 árum lægri en stúlkna (P<0,001) og 0,3 árum lægri við NT (P<0,001). HT fjölgaði á tímabilinu, þrefalt fleiri HT voru gerðar árið 2014 en 2006 (P<0,001). Línulegt samband var á milli fjölda HNE lækna sem fengu greitt frá SÍ og ársnýgengis HT (P=0,013). Eftir upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum fækkaði NT (P<0,001) en HT fjölgaði (P<0,001) hjá börnum fimm ára og yngri. Ályktanir: Nýgengi HT jókst mikið á tímabilinu og er með því hæsta sem þekkist í heiminum auk þess sem nokkur fjöldi aðgerða er gerður á mjög ungum börnum. NT fækkaði marktækt á tímabilinu eftir upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum en HT fjölgaði á sama tíma. Setja þarf fram skýrar íslenskar klínískar leiðbeiningar og bæta úr skráningu ýmissa þátta sem snúa að HNT til að koma í veg fyrir óþarfar aðgerðir. Íhlutanir í fæðingu hjá eldri frumbyrjum 1997-2015 Hjördís Ýr Bogadóttir1, Kristjana Einarsdóttir1, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2,3 og Þóra Steingrímsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Inngangur: Meðalaldur kvenna við barnsburð í vestrænum ríkjum hefur farið stöðugt hækkandi síðastliðin 30 ár. Eftir því sem konur verða eldri eru meiri líkur á að þær hafi undirliggjandi sjúkdóma sem geta haft áhrif á meðgöngu og fæðingu, auk þess sem meðgöngusjúkdómar verða algengari. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að tíðni íhlutana hækkar með hærri aldri mæðra og að þessi aukna tíðni sé umfram það sem skýrist af sjúkdómum móður. Svo virðist sem aldur móður sé því sjálfstæður áhættuþáttur fyrir íhlutunum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig tíðni íhlutana dreifist eftir aldri mæðra hér á landi og hvort tíðnin hjá eldri mæðrum sé umfram það sem skýrist af sjúkdómsgreiningum móður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftur skyggn og voru gögnin fengin frá Fæðingaskrá Landlæknis­ embættisins en þau náðu yfir allar fæðingar á Íslandi á árunum 1997­2015. Þýðið var takmarkað við frumbyrjur, einburafæðingar, 37­42 vikna meðgöngulengd og lifandi fædd börn. Þýðinu var skipt í konur án greininga, konur með háþrýsting og konur með sykursýki. Þær íhlutanir sem skoða átti voru keisaraskurður, áhaldafæðing og framköllun fæðingar. Við útreikninga á áhættu var aldursbilið 20­ 29 ára notað sem viðmið. Niðurstöður: Þýðið náði yfir 23573 fæðingar. Í hópnum án greininga voru 20841 mæður, 1151 höfðu háþrýsting og 588 sykursýki. Hjá hópnum án greininga kom fram hækkun á tíðni íhlutana og marktæk aukning á áhættu með hærri aldri mæðra fyrir allar íhlutanir nema áhaldafæðingar hjá konum 40 ára og eldri. Áhættan á framköllun fæðingar var 1,35 hjá konum 30­39 ára og 3,23 hjá konum 40 ára og eldri. Hjá konum 30­39 ára var áhættan 1,27 á áhaldafæðingu. Áhætta á keisaraskurði með fæðingarsótt var 1,25 hjá konum 30­39 ára og 2,55 hjá konum 40 ára og eldri. Áhætta á keisaraskurði án fæðingarsóttar var 2,02 hjá konum 30­39 ára og 8,05 hjá konum 40 ára og eldri. Svipuð dreifing var á tíðninni eftir aldri hjá mæðrum með háþrýsting og sykursýki en þar sem þetta voru lítil þýði voru niðurstöðurnar fyrir þessa tvo hópa að stórum hluta ekki marktækar. Ályktanir: Tíðni íhlutana jókst með hærri aldri mæðra umfram það sem skýrist af sjúkdómsgreiningum móður. Aldur móður er því sjálfstæður áhættuþáttur fyrir íhlutunum en einnig gætu líffræðilegir þættir haft áhrif. Þessi aukna áhætta er í samræmi við það sem sést hefur erlendis. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi 2003-2016: Lifun, lyfja- og blóðhlutameðferð Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1, Anna Margrét Halldórsdóttir2, Brynjar Viðarsson3 og Sigurður Yngvi Kristinsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbankinn, 3Blóðlækningadeild Landspítala og 4Læknasetrið Mjódd Inngangur: Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (Chronic lymphocytic leukemia) er algengasta hvítblæðið á vesturlöndum. Sjúkdómurinn lýsir sér sem uppsöfnun illkynja B­eitilfruma í blóð, beinmerg og/eða eitla. Samkvæmt alþjóðlegum greiningarskilmerkjum þarf fjöldi eitilfrumna í blóði að vera >5x109/L. Til er annað form sjúkdómsins sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin flokkar sem sama sjúkdóm með aðra birtingarmynd, þar sem hann kemur ekki fyrir í blóði. Einkenni sjúkdómsins eru yfirborðsprótein svosem CD5 og CD23. Greining fer fram á frumuflæðissjá eða við vefjagreiningu. Framgangur sjúkdómsins er misjafn og margir þættir sem spá fyrir um horfur svosem klínísk stigun, ofurstökkbreytingarástand IgV h , litningabreytingar o.fl. Algengt er að sjúklingar þurfi á blóðhlutameðferð að halda þar sem beinmergsíferð illkynja B­fruma getur haft áhrif á blóðfrumumyndun. Einnig getur lyfjameðferð og sjálfsofnæmi af völdum sjúkdómsins valdið skort á ákveðnum blóðfrumum. Undanfarið hefur verið sýnt fram á að beint Coomb‘s próf getur haft forspárgildi varðandi framgang sjúkdómsins. Einnig hefur blóðhlutameðferð lítið verið rannsökuð innan þessa sjúkdómahóps.Helstu markmið þessarar rannsóknar eru að athuga umfang blóðhlutameðferðar hjá íslenskum CLL sjúklingum ásamt því að athuga hvort Coomb‘s próf tengist lifun, lyfja­ og blóðhlutameðferð. Einnig var markmið að skoða lifun og lyfjameðferð sérstaklega. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggð og nær til einstaklinga greindra 2003­2016. Fengin voru gögn frá fyrri gagnabanka, Krabbameinsskrá, blóðlækningadeild Landspítala og Læknasetrinu um sjúkdómshópinn. Gögnum um blóðhlutameðferð, ábendingu við fyrstu blóðhlutameðferð, lifun, einkenni, blóðhag við greiningu, fyrstu lyfjameðferð og fleira var safnað úr kerfum Blóðbankans, Landspítalans, Læknasetrinu Mjódd, sjúkrahúsinu Akureyri og dánarmeinaskrá Landlæknis. Niðurstöður: Fjöldi látinna á rannsóknartímabilinu er 73. Þar af létust 31 með CLL eða SLL sem aðaldánarorsök. Miðgildi lifunar var 9 ár en styttri hjá eldri sjúklingum ásamt því að þeir sem hlutu blóðhlutameðferð á sjúkdómstímabilinu tengdist skemmri lifun. Rúmur þriðjungur sjúklinga fékk lyfjameðferð á tímabilinu og algengasta fyrsta meðferðin var FCR. Rituximab var hluti af fyrstu meðferðinni í 73,1% tilvika. Miðgildi tíma að lyfjameðferð var 9,7 ár en styttri hjá þeim sem hlutu blóðhlutameðferð. 37 % sjúklinga hlutu blóðhlutameðferð eftir greiningu og var algengast að þeir fengu rauðkornameðferð. Svo blóðflögur og að lokum blóðvatn. Skörun var milli þeirra sem hlutu blóðhlutameðferð og lyfjameðferð þar sem 20,2% sjúklinga fengu báðar meðferðir. Beint Coomb‘s próf var jákvætt í 27 tilvikum af 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.