Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 131

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 131
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 13 1 Fæðuofnæmi í 12 ára börnum í Vestur-Svíþjóð Mögulegir áhættuþættir sem og verndandi þættir Ívar Örn Clausen1, Emma Goksör2, Bernt Alm2, Göran Wennergren2. 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnadeild, Háskóli Gautaborgar, Barnaspítali Sylvíu drottningar, Gautaborg, Svíþjóð. Bakgrunnur: Tíðni ofnæmissjúkdóma hefur aukist á undanförnum áratugum á Vesturlöndum og hafa margir þættir verið nefndir sem mögulegir áhættu­ eða verndandi þættir. Búseta í dreifbýli hefur verið tengd við lægri tíðni ofnæmissjúkdóma, oft tengt „hreinlætiskenningunni“ en hún gefur til kynna að fólk til sveita fái síður ofnæmisjúkdóma en fólk búsett í borgum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta mögulega áhættu­ eða verndandi þætti í æsku fyrir fæðuofnæmi við 12 ára aldur. Efni og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr framsýnni ferilrannsókn í Vestur­Svíþjóð. Foreldrar fengu spurningalista senda þegar börnin voru 6 mánaða, 1, 4.5, 8 og 12 ára. Viðbótarupplýsingar voru fengnar úr sænsku fæðingarskránni. Börn með mögulegt fæðuofnæmi og líklegt fæðuofnæmi voru auðkennd og raðað í tvo hópa til frekari skoðunar. Mögulegt fæðuofnæmi var skilgreint hjá þeim sem sögðust vera með fæðuofnæmi greint af lækni og hjá þeim sem höfðu haft einkenni af fæðuofnæmi á sl. 12 mánuðum. Líklegt fæðuofnæmi var skilgreint hjá þeim sem sögðust vera með fyrrgreind atriði en auk þess með næmingu fyrir sömu fæðu og þeir töldu sig hafa ofnæmi gegn. Áhættu­ og verndandi þættir í æsku voru skoðaðir og metnir m.t.t. fæðuofnæmis við 12 ára aldur. Niðurstöður: Samanlagt svöruðu 3637 spurningarlistanum við 12 ára aldur. Svarhlutfall var 76% (3637/4777), og þar af voru strákar 52.4% (1895). Algengi mögulegs fæðuofnæmis var 6.4% (n = 230) og líklegs fæðuofnæmis var 3.0% (n = 110). Í fjölþáttagreiningu var fjölskyldusaga um ofnæmissjúkdóma (aOR 1.8 95% CI 1.1 – 2.8) og snemmkomið eksem (aOR 4.0, 95% CI 2.7 – 6.1) sjálfstæðir áhættuþættir fyrir líklegt fæðuofnæmi við 12 ára aldur. Búseta í dreifbýli við 6 mánaða aldur (aOR 0.45 95% CI: 0.24 – 0.83) og fiskneysla oftar en 1 sinni í mánuði við 1 árs aldur (aOR 0.47, 95% CI: 0.25 – 0.87) voru óháðir verndandi þættir fyrir líklegt fæðuofnæmi við 12 ára aldur. Ályktanir: Í rannsókn okkar sýnum við að búseta í dreifbýli við 6 mánaða aldur og fiskneysla oftar en einu sinni í mánuði við 1 árs aldur eru verndandi þættir fyrir fæðuofnæmi við 12 ára aldur. Eksem á ungaaldri er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir fæðuofnæmi. Staphylococcus Capitis á Vökudeild Landspítala Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir1 , Ingibjörg Hilmarsdóttir1,2 , Kristján Orri Helgason2 , Þórður Þórkelsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýkla – og veirufræðideild Landspítala, 3Vökudeild Barnaspítala Hringsins Inngangur. Sumarið 2014 greindist blóðsýking af völdum kóagúlasa neikvæðs stafýlókokks (KNS) í 28 vikna gömlum fyrirbura á Vökudeild Landspítala. Barnið fékk vancomycin meðferð og virtist svara lyfinu en veiktist aftur stuttu seinna. Aftur ræktuðust KNS úr blóði og eftir sérstakar rannsóknir kom í ljós að bakterían var fjölónæmur S. capitis með oxacillin ónæmi og dulið vancomycin misnæmi. Sérstakur klónn af S. capitis, NRCS­A, sem er meticillin og gentamicin ónæmur, hefur fundist á nýburagjörgæslum víða um heim og veldur síðkomnum blóðsýkingum í nýburum, sérstaklega mjög léttum fyrirburum. Markmið þessarar rannsóknar var að gera samantekt á klínískum upplýsingum nýbura með S. capitis í blóði á árunum 2008­2016. Einnig að gera samantekt á niðurstöðum skimana fyrir meticillín ónæmum S. capitis á nýburum, starfsfólki og umhverfi Vökudeildar á tímabilinu apríl – október 2016. Í þriðja lagi var sýklalyfjanæmi og vancomycin misnæmi kannað á S. capitis frá ofangreindum sýnum og blóðsýnum nýbura Vökudeildar. Efniviður og aðferðir. Úttekt var gerð úr þjónustu­ gagnagrunni Sýkla­ og veirufræðideildar á öllum KNS sem ræktuðust úr blóði og örverufríum vefjum á tímabilinu 01.01.2008­31.12.2016. Búið var að tegundargreina framangreinda KNS, með MALDI­TOF, til að finna S. capitis og framkvæma kjarnsýrumögnun til að greina NRCS­A klóninn. Klínískum upplýsingum um nýburana var safnað úr rafrænu sjúkraskrárkerfi LSH (Sögu) og úr Vökudeildarskrám. Niðurstöðum skimana var safnað úr þjónustugagngagrunni Sýkla­ og veirufræðideildar. Næmispróf á S. capitis úr blóð­ og skimunarsýnum voru framkvæmd með 11 mismunandi sýklalyfjum, auk vancomycin misnæmisprófs á völdum sýnum. Niðurstöður. 21 nýburi voru með S. capitis í blóðræktunum á tímabilinu, þar af 20 með meticillin og gentamicin ónæma S. capitis. Af öllum nýburunum voru átta með blóðsýkingu samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum skilgreiningum. Sautján nýburar fengu lyfjameðferð við mögulegri sýkingu og sextán af þeim fengu vancomycin. Átján nýburar voru fyrirburar og ellefu þar af ákaflega miklir fyrirburar. Niðurstöður skimana sýndu að meticillin og gentamicin ónæmir S. capitis voru til staðar á húð hjá um 20% af öllum nýburum sem skimaðir voru. S. capitis fannst einnig á húð 20% starfsfólks Vökudeildar og á mörgum stöðum í umhverfi deildarinnar. Allir S. capitis sem prófaðir voru virtust misnæmir fyrir vancomycini. Kjarnsýrumögnun hafði sýnt að fjórir S. capitis úr blóðsýnum nýburanna voru NRCS­A klónninn og að sjö til viðbótar tilheyrðu mögulega þessum klón. NRCS­A hafði líka greinst hjá 21 af 72 S. capitis úr skimun nýbura, hjá tveim S. capitis úr umhverfissýnum og einum frá starfsfólki. Niðurstöður næmisprófa sýndu að 24 af 25 S. capitis úr blóðsýnum nýburanna voru ónæmir fyrir gentamicini og oxacillini. Einnig voru allir S. capitis sem prófaðir voru úr skimunarsýnum oxacillin og gentamicin ónæmir. Ályktanir. Meticillin og gentamici ónæmur S. capitis með vancomycin misnæmi er algengur sýkingavaldur á Vökudeild Landspítala, sérstaklega hjá mjög léttum fyrirburum og finnst einnig á húð nýbura og starfsfólks og í umhverfi Vökudeildar. NRCS­A klóninn hefur fundist í blóðsýnum og öllum framangreindum skimunarsýnum. Því er líklegt NRCS­A klónn S. capitis sé kominn til að vera á Vökudeild og valdi síðkomnum blóðsýkingum með eru mögulega alvarlegri en sýkingar í nýburum af völdum annarra KNS. Innleiða ætti vancomycin misnæmispróf í rútinunæmispróf sem framkvæmd eru á blóðsýnum frá Vökudeild. Einnig ætti að hafa S. capitis í huga þegar velja á lyfjameðferð, því ef S. capitis er sýkingarvaldur þarf mögulega að hækka skammta af vancomycini. Vancomycin meðferðir hjá bör- num á Barnaspítala Hringins á tímabilinu 2012-2016. Hvernig er mælingum á serumgildi háttað, hvernig eru þær nýttar og er ástæða til að endurskoða skammta? Kristín Óskarsdóttir1, Valtýr Stefánsson Thors2, Ásgeir Haraldsson1,2, Pétur Sigurður Gunnarsson1, Sólveig Hafsteinsdóttir2, Hrólfur Brynjarsson2. 1Læknadeild Háskóla Ísland, 2Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Þegar hafin er meðferð með vancomycini er mikilvægt að serum gildi þess haldist á bilinu 10­ 20 mg/L til að stuðla að bakteríudrápi. Undanfarin ár hafa erlendar rannsóknir bent til þess að ráðlagðir skammtar dugi ekki til þess að ná meðferðarþéttni vancomycins í sermi. Þá þarf að hækka skammtana og getur það tekið nokkra daga af síhækkandi lyfjaskömmtun til að ná viðunandi þéttni í sermi. Þessi seinkun leiðir til vanmeðhöndlunar á sýkingunni á meðan gildið liggur undir viðmiðunarmörkum auk þess sem hún stuðlar að þróun ónæmis hjá bakteríum gegn vancomycini. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka upphafskammta og mæld vancomycin gildi hjá skjólstæðingum Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 2012­2016. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna á Barnaspítala Hringsins undir 18 ára sem fengu amk eina vancomycingjöf í æð á fimm ára tímabilinu 2012­2016. Upplýsingar um lyfjagjafir og lyfjamælingar fengust frá Hagdeild Landspítalans og vökudeildarskrám Barnaspítalans en öðrum klínískum upplýsingum var safnað úr rafrænum sjúkraskrám úr sjúkraskrárkerfi Landspítalans. Niðurstöður: Alls 105 börn fengu 163 meðferðir með vancomycini á tímabilinu 2012­2016 á Barnaspítala Hringsins. Meðalstærð upphafsskammts á sólarhring var 24.8 mg/kg hjá börnum á vökudeild en 39.7 mg/kg hjá börnum á öðrum deildum Barnaspítalans og Gjörgæsludeild LSH. Mælingar á sermisstyrk vancomycins voru framkvæmdar í 105 meðferðum og heildarfjöldi lággildismælinga var 275. Þarf af lágu 56.0%(n=153) utan meðferðarmarkanna 10­20 mg/L og þar af lágu 144 mælingar undir 10 mg/L en 10 mælingar yfir 20 mg/L. Í 44.0% tilvika voru mæld lággildi innan viðmiðunarmarka. Í 27% meðferða (n=44) urðu breytingar á skammtastærðum. Skammtabreytingar voru 50 talsins og þar af voru 38(76.0%) skammtahækkanir. Eina marktæka skýrirbreytan úr niðurstöðum tvíkosta aðhvarfsgreiningarlíkans voru skammtar af stærðinni 40­50 mg/kg en sú skammtastærð jók marktækt líkurnar á því að mælast með lággildi innan viðmiðunarmarka í fyrstu lággildismælingu (p=0.027, OR=6.70). Hvorki aðrar skammtastærðir né aldursflokkar gáfu marktækar niðurstöður á útkomu fyrstu lággildismælingar. Það reyndist ekki vera marktækur munur á hlutfalli þeirra barna með illkynja sjúkdóma með lággildi innan viðmiðunarmarka í fyrstu mælingu miðað við samanburðarhópinn (p=0.086) en hlutfallið hjá börnum með illkynja sjúkdóma var 11.8% samanborið við 34.9%. Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gefa núverandi upphafsskammtar á vancomycini lággildi sem liggja neðan við sett meðferðarmörk hjá meirihluta barna eða í 52.4% tilvika. Ef miða á við núverandi ráðleggingar um æskileg meðferðarmörk lággilda vancomycins í sermi sem eru 10­20 mg/L þarf að hækka sólarhringsskammtana til að ná settu marki. Frekari rannsókna er þörf til að kanna öryggi hærri skammta og möguleg eitrunaráhrif þeirra á nýrnastarfsemina hjá börnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.