Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 8
120
afarmiklum breytingum, og, að öllu samtöldu, til batnaðar, en
jafnframt hefir og löngunin til að geta fært sér í nyt þæg-
indi lífsins vaxið með árunum, menn hafa ekki gotað unað við
hið gamla, þarfirnar hafa aukist.
Gamalt orðtak segir: „Þegar heilsuna vantar, vantar alt,“
og er þetta orða sannast. Mikið er í það varið, að hafa góðan
iækni; hans hlutverk er ekki að eins fólgið í því að lækna þá,
sem sjúkir eru, heldur og að reyna að verja heilsuna fyrir
öllu því, sem henni getur grandað. Starf læknisins er þvi
einkar þýðingarmildð fyrir þjóðfélagið og reynsla allra landa
sýnir, að dauðleiksmegn hvers lands minkar að því skapi, sem
mönnum gefst betur kostur á að leita sér iæknishjálpar.
Jjæknastéttin styður því drjúgum að fólksfjölguninni. Manns-
lífið er mikils virði og var reynt að sýna fram á það í 1. tölu-
blaði „Eirar“.
Pegar litið er á þessi almennu sannindi, þá má geta
nærri, hve ófullnægjandi læknaskipunin var hér á landi í byrj-
un aldarinnar. Þá voruáöllu landinu að eins 6 læknar;
moginþorri allra landsmanna hefir þá verið læknislaus, þvi að
eins þeir, sem voru eigi mjög langt frá aðsetri læknisins, hafa
átt kost á að fá hjálp; vegalengd og kostnaður hefir oftast
bannað að ná til hans, og þótt læknis hafi verið vitjað, (t. a.
m. til konu í barnsnauð) hlýtur hann mjög oft að hafa komið
um seinan.
Þessir 6 læknar voru: 1. Landlæknir Jón Sveinsson;
gengdi hann læknisstörfum í Reykjavík, í Kjósar- og Gullbringu-
sýshi og í Borgarfjarðarsýslu; hann bjó að Nesi við Seltjörn.1
2. Hallgrímur Jónsson Bachmann; umdæmi hans var
Snæfeílsnes-, Dala- og Barðastrandarsýsla; hann bjó lengst af
í Bjarnarhöfn í Snæfellsnessýslu. 3. Jón Einarsson; um-
dæmi hans var ísafjarðar- og Strandasýsla; hann bjó lengst af
að Ármúla á Langadalsströnd. 4. Ari Arason; hans um-
dæmi var Eyjafjarðar-, Þingeyjar-, Húnavatns- og Skagafjarðar-
1) Þar bjó landlæknir þangað til landlæknir Jón Thorstensen flutti
til Reykjavíkur árið 1833.