Eir - 01.07.1900, Page 62

Eir - 01.07.1900, Page 62
174 líkur eru til þess, að um alvarlegan næman sjúkdóm sé að tefla. ?að er ekki varlegt, að bíða eftir því, að fyrsti sjúklingurinn verði fárveikur, eða aðrir leggist, það er alt ann- að en skynsamlegt. Tortryggni er talinn löstur. Tortryggni húsráðanda gagnvart veikindum á heimilinu erdygð. Efhann er fátækur og heflr ekki efni á því að vitja læknis í hvert sinni, sem einhver veikist svo að grunsámt þykir, þá getur hann að minsta kosti fundið iæknirinn og skýrt honum frá því, hvernig lasleikanum er varið. Ég veit að húsráðendur munu svara öllu þessu á þá leið, að heimilum þeirra sé ekki að borgnara, þó að þeir fari til læknis tafarlaust i hvert sinn, sem þeim leikur grunur á því, að næm sótt sé komin á heimilið, læknirinn nnini ekki geta varnað því, aö veikin fari i aðra heimilismenn. Éetta er ekki rétt hugsað. Ég mun síðar sýna fram á það, að nijög oft er hægt að sporna við því á heimilunum, að næm sótt berist af einum á annan - ef ráðin eru tekin i tima, og ráðin kann læknirinn. Og ekki er þar með búið: Mannfélagsskyldur hús- ráðanda ná lengra’ en út að túngarðinum. Hann getur ekki látið sér á sama standa, ef næm sótt berst af heimili hans á önnur heimili. Eg veit, dæmi til þess, að gestir hafa komið á heimili, þar sem menn hafa legið í taugaveiki, barnaveiki eða öðrum næmum sóttum, og húsráðendur hafa boðið þeim inn, án þess að geta um við þá, að sótt sé á heimilinu. Gest- ina hefir ekkert grunað. Slíkt hugsunarleysi af hálfu húsráð- enda er svo óskiljanlegt, að því verður engin bót mæld. Éeir haga sér líkt og sá, sem vísar farandmanni yflr ís þá leið, sem liggur beint i vök. Éað mun líka altítt að menn fara hiklaust á aðra bæi og koma þar inn, oftast að þarflausu, þó að þeir viti af næmri sótt heima hjá sér og hljóti að renna grun í að sóttkveikjan geti borist með þeim; þyngst hvilir sökin á þeim, ef þeir ekki láta vita af því, að þeir koma af sóttarheimili. Að bera sóttkveikjur vísvitandi inn á heilbrigð heimili að öllum óvörum er engu minni yflrsjón, enn að bera eld að dyrum á næturþeli.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.