Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 53
165
Sumar hættulegustu drepsóttirnar eiga hvergi fast heimili
i álfu vorri. Pess vegna hafa komist á ýms samtök milli
Norðurálfu þjóðanna, er miða að því, að vernda álfuna i heild
sinni fyrir þeim. Af slikum sóttum má nefna kóleru, pest
(svarta dauða) og gula hitasótt. Kólera og pest eiga heima
í Asiu, en gula hitasóttin í Ameriku og Afriku. Pestin hefir
komið hingað1, en hvorki kólera né gul hitasótt, enda mundu
þær tvær sóttir naumast geta náð hér niikílli litbreiðslu, nema
ef vera skyldi um hásumas í miklum hitum.
Fámenni vort og strjálbygð veldur því, að ýmsar farsóttir,
sem heima eiga í öðrum löndum Norðurálfunnar, hafa aldrei
fengið fast aðsetur hér á landi, t. d. mislingasótt, skarlatssótt,
influenza og kíghósti. Bólusóttin er að mestu horfin úr heim-
inum síðan bólusetniug fór að tiðkast2, en þó er hiin ekki með
öllu útdauð og oft verður hennar vart á næstu grösum, t. d.
á Englandi. íslendingar hafa þvi í mörg horn að líta, miklu
fleiri en aðrar þjóðir, af þvi að á íslandi eru miklu færri sóttir
heimasóttir, og þær sóttir mikiu íleiri en annarsstaðar, sem
varna þarf inn í landið.
En hingað verða allar útlendar farsóttir að koma sjóleið-
ina, önnur leið er ekki tU. Engin sóttkveykja getur borist i
loftinu landa á milli. Allar útlendar farsóttir, þær sem hingað
berast, koma á skipum annaðhvort í sjúkum mönnum (eða
skepnum), eða dauðum munuin.
Allar varnir hér á landi gegn því, að útlendar sóttir ber-
ist inn í landið, hljóta þess vegna að Júta að þessu eina atriði:
að gæta þess, að útlendar sóttkveikjur berist ekki hingað á
skipum, sem koma frá öðrum löndum, eða hafa átt rnök við
útlend skip á sjó úti.
Til þess íitheimtist — 1) að öll skip, sem frá útlöndum
koma, leggi hvergi að landi annarsstaðar en á lög-
giltum höfnum, og — 2) sanni þar, að engin farsótt, sem
hér er ekki innlend, gangi á þeim stað, eða þeim stöð-
1 Svarti dauði, Eir bls. 9i).
2 Um bólusótt og bólusetningu, Eir I, bls. 97.