Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 34
140
meira af rúgmjöli en af rúgi. Tvennir eru tímarnir. 1843
var flutt inn 5 sinnum meira af rúgi en rúgmjöli. Menn
gleypa við þvi að kaupa útlent mjöl af því það er engu dýr-
ara — stunduin ódýrara — en ómalaður kornmatur, og þykj-
ast þannig geta sparað sór mölunarkostnað. En halda menn
þá að það só af föðurlegii umhyggju fyrir íslendingum að út-
lendingar selja þeim svo ódýrt mjöl? !’að er óþarfi að gera
ráð fyrir þvi. Hitt er auðvitað sennilegra að mjölið sem hing-
að flyzt sé vont.1 Áður hefir það tíðkast að bændur
möluðu sjálfir korn sitt i heimahúsum i handkvömum. Ef
monn þykjast ekki framar hafa vinnuafl nægilegt til þess,
— og það má vel vera að svo sé — þá er nóg straumvat.n á
íslandi og nógur vindur til að hreifa vatns- eða vindmylnur,
og það mundi sýna sig, ef menn tækju aftur upp þann sið að
mala sjálfir korn, eða láta rnala það í landinu, að menn
fengju betri mat, og að tilkostnaðurinn inni sig upp.
Hrísgrjón þarf ekki að mala, því að hýðið er tekið af þeim
áður en þau koma i verzlunina og við suðuna verða þau svo
mjúk að tungan getur marið þau sundur. Baunir þarf ekki
heldur að mala, en hysmi þeirra er að kalla má ómeltandi og
að engu nýtt. Það er því miklu betra að kaupa klofnar baunir,
en þær eru hýðislausar. Annais veit alþýða manna ógn vel,
að baunir eru saðsamur en þungmeltur matur, endaeruíþeim
viðlíka mikil eggjahvítuefni og í kjöti, auk allra kolvetnanna, og
skara þær því að næringargildi langt fram úr öllum kornmat
öðrum. Pað er rétt að geta þess hór, að þegar vatniðerhart
(kalkblatidið), soðna baunir mjög seint og illa, en það má bæta
úr því með því að láta dálítið af sóda saman við suðu-
vatnið.
Kornmatur þarf æfinlega að undirbúást, svo hann verði
mannamatur, og fer það fram á ýmsan hátt. Ymist ermjöl-
ið eða fræin lieil eða grófmulin (“grjón“) soðin með vatni eða
mjólk, og þannig breytt til á ýmsan hátt. Kæringargildi þess-
ara rótta fer auðvitað eftir því hve mikið vatn er i þoim, en
1) Um skemdir í mjöli og korni geta raenn lesið í bæklingi eftir
G. Björnsson Um matvæli og munaðarvöru, Rvik 1895.