Eir - 01.07.1900, Side 57

Eir - 01.07.1900, Side 57
169 hverju orði sannara. þetta þarf að gera og œtti ekki að dragast þangað til botnvörpuskipin hafa flutt vinum sinum heim kóleru, bólusótt, eða svarta dauða. Hér hefir verið rætt um varnir gegn því, að sóttir berist til landsins frá öðrum löndum. Nú er að ræða um varnir gegn þvi, að sótt sem á land er komin, eða i landinu á heiina, borist af einum á annan — breiðist út meðal almennings. Margir naemir sjúkdómar eru stundum svo vægir að menn geta verið á fótum og farið ferða sinna. F’et.t.a á einkmn heima um þá næma sjúkdóma, sem langvinnir eru, eins og holdsveiki, berklasótt og sárasótt. Ýinsar bráðar sóltir, t. d. influenza, skarlatssótt, mislingar, harnaveiki og enda taugaveiki íara einnig oft og tíðum svo vægt með menn, að þeir þurfa aldrei að leggjast, geta einlægt verið á fótum, gengið út og inn á heim- ili sínu, og jafnvel farið bæja á milli. Ef einhver tekur sótt og er mjög þungt haldinn, þá hleypur skelkur í heimilismenn, pá fara þeir að hugsa um, hvort voik- in muni ekki geta verið smittandi, og þá er oftast læknis vitjað. En ef veikin er væg og sjúklingurinn enda á fótum, þá verður oftast minna um varúðina, þá hirðir sjúk'ingurinn ekki um læknishjálp, og þó að hann viti sjálfur að iiann gengur með næman sjúkdóm, þá skeytir hann lítt að varast að hera veiki sína á aðra, enda þótt honum só ekki ókunnugt um, að hún muni geta orðið öðrum að bana, þó að hann hafi sjalfur sloppið vel. I’etta almenna hirðuleysi kemur ekki af þvj, að menn séu illa innrættir, vilji öðrum illa. Sjúklingarnir gera sig seka í þessu gáleysi alveg hugsunarlaust, gera sér enga grein fyrir því, hvað hlotist geti af ógætni þeirra. Og ef aðrir taka veik- ina af þeim, þá er þeim sjaldnast ljóst að það sé þeirn að kenna, að þeir hafi með ógætni sinni valdið sjúkleik, eða dauða annara, ef til vill nánnstu ástvina sinna, foreldra, systkina oða barna. Ofan á hugsunarleysið og skeytingarleysið bætist fróðleiks-

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.