Eir - 01.07.1900, Page 48
160
gæti hófs í hverjum hlut, varist þarflausa áreynslu eða vos-
búð, ofát og ofdrykkju, yflr höfuð alt það, er menn vita að
veiklað getur líkamann. Margir eru hirðulausir um heilsu
sína; slíkt er aldrei jafnháskalegt, sem þá, er farsóttir ganga,
eða þeirra er von.
Sóttkveykjur geymast í alls konar óhreinindum og berast, í
þeim manna á milli. Hreinlæti og reglusemi er öflug-
asta vörn gegn öllum sóttum. En hreinlæti læra menn
ekki alt í einu, gei a ekki vanið sig af óþrifnaði á einni svipan,
jafnvel þótt banvæn farsótt vofi yflr. Pegar drepsóttin er kom-
in, þá er það oftast um seinan að fara að iiugsa um þrifnaðar-
ráðstafanir af hálfu hins opinbera og auglýsa fyrir alþýðu, að
sóðaskapur sé hættulegur. Það gagnar jafnlítið eins og að
segja manni, sem fallinn er í ofdrykkju, að hann muni fara í
hundana, ef hann hætti ekki að drekka.
Öflugasta vörnin gegn öllum næmum sjúkdómum er i því
fólgin, að auka allan þrifnað og hreinlæti, sem mest má verða,
til þess að sóttkveykjurnar geti ekki þriflst í kringum menn og
berist í mifli manna.
Líkaininn þarf að vera hreinn; hann verður óhreinn of
hann er ekki iðulega þveginn; böð gagna heilsu mannaáýms-
an hátt.1 Menn þvo andlit sitt og hendur og margir þvo sér
um fætur, en flestir þvo allan likamann, en það eiga allir að
gera, sein oftast. Gamalt fólk tekur ekki upp nýa siðu. En
börnin er hægt að venja og unglingana. í öðrum iöndum fer
það óðum í vöxt að hafa böð í barnaskólum og unglingaskól-
um; það ungur nemur gamail temur. Hér á landi ætti að
hafa böð i öllum skólum; þau geta verið svo einföld, að kostn-
aðurinn sé ekki teljandi. IJað er miklu þarflegra fyrir þjóð-
ina, að unga fólkið læri að baða sig, en að það læri rómversk
keisaranöfn. eða rósasaum.
f>að er fjarst.æða að færa hreinan líkama i óhreinan fatnað,
eða láta mann í hreinum fötum í skítug húsakynni.
1 Skinnið og skinnkirðing, Eir, okt. 1899.