Eir - 01.07.1900, Page 79
191
HeYndcirmal og forvifni.
Það eru ekki svo fá leyndarmál, sem læknarnir komast.
að hjá sjúklingunum. Stundum er sjúkdómurinn, sem þjáir
sjúklinginn, leyndarmál. Stundum verður sjúklingur að ljósta
upp leyndarmáli sínu eða annara til þess að geta Iýst veiki
svo vel sem þarf,
Það þykir aldrei vel gert, að Ijósta upp leyndarmáli, en
vorkunn er þótt þau leyndarmálin verði ekki harð lokuð inni,
sem troðið er upp á menn að þarflausu. öðru máli er að
gegna með þau leyndarmál sem lœknar komast að, þegar þoir
gegna stöðu sinni. Þeir fá ekki að vita þau að þarflausu;
sjúklingarnir stynja þeim oft og einatt upp með hálfum hug
knúðir til þess af lækningaþörf. f*að er sjálfsagt, að sérhver
samvizkusapmr læknir gætir ve) þessara leyndarmála, og forð-
ast að ljósta því upp, sem getur orðið sjúklingnum að tjóni,
en oft og einatt er það erfltt að segja hvort eitt eða annað
atriði sé þess eðlis, að sjúklingnum megi standa á sama, hvort
það er á fleiri manna vitorði eða ekki. Þó svo virðist í þann
svipinn, geta ýms atvik breytt því síðar.
Pað er því ætíð æskilegt fyrir lækna að mega vera sem
fáorðastir um sjúklinga og heilsufar þeirra. En forvitnin ís-
lenzka gerir veslings læknurmm þetta býsna erfltt. Allur þorri
manna, æðri sem lægri, þykist eiga heimtingu á að fá svarað
hverju sem honum þóknast að spyrja lækni um, viðvíkjandi
sjúklingunum. Svo hefir það að minsta kosti verið, hvar sem
ég hefl verið hér á landi, og þykist ég þó ekki hafa gefið
mönnum undir fótinn með þessar spurningar. Ég tek ekki til
þess þótt sjúklingurinn spyrji sjálfur, eða hans nánustu. Pað
er ekki nema eðlilegt.
Hvað geugur aðhonum? Pað virðist vera saklaus spurn-
ing þetta og meinlaust, þó henni sé svarað. Það er auðvitað
oft meinlaust. Það skaðar engann þó sagt sé að hann hafl
fingurmein; en ef sagt er, að hann hafi berklaveiki í fingri eða
fransós í fingri, þá fer fjarri því, að svarið sé sjúklingnum
meinlaust.