Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 42
154
en það er sú tegund sykurs, sem kölluð er þrúgusykur. I’ess
heflr áður verið getið, að melting kolvetnanna sé í því fólgin
að breyta þeim í þrúgusykur eða náskyld efni. Þjúgusykur í
fæðunni þarf engrar meitingar. Öðru máli ei' að gegna um
þá tegund sykurs, sem mest ei' notuð í daglegu lífl. Hún er
búin til úr vökva ýmissa jurta, einkum úr reyrtegund einni
og rófutegund, og fer það eftír tilbúningi, hvoit úr því verður
púðursykur, bvítasykur eða kandis. En hvort, heldur er, þá er
ekki nema örlítill hluti þess vatn (lj2h) hitt er alt næringar-
efni, sem að vjsu þarf að bieytast af meltingavökvunum, en
samt sem áður má kallast auðmolt, sé hófs gætt. Nú er syk-
ur orðið ódýi t hjá því sem áður var og í samanburði við nær-
ingargildi, og það emþví ekki að lasta, þótt sykureyðsla hafl
faiið hér svo í vöxt, sem raun or á orðin, þar sein það bæði
er ekki alls kostar dýr fæða og smekkbætandi margan mat.
Hitt er víst, að mikil sykurnautn getur valdið sýru í maga
og ólgu, og hætt er við að tönnunum sé það fremur óholt.
Árið 1898 fluttist inn i landið svo mikið sykur, að það
nam 27 pd. á mann.
Ohocolade er að vísu auðugt að næringar-efnum, en það
er hvorttveggja., að þess or sjaldan neytt að svo mildum mun,
að næiingargildis gæti mikið, enda svo dýrt, að það er óhag-
kvæm fæða. í þvi er dálitið af hressandi efni, en þess gætir
lítið.
Kaffi á allar sínar vinsældir að þakka lyfl einu, sem er
í þvi. Það er kaliað Koffein. Hefir það hressandi áhrif á
taugakerfið í svipinn. í kaffibaunum eru engin nær-
ingarefni, en það er auðvitað að rjómi og sykur, sem að
jafnaði er sett saman við' það, veitir því nokkui't næiingar-
gildi.
Koffein er enganveginn saklaust. Ef maigir bollar eru
drukknir daglega af sterku kaffi, getur það valdið margvísiegii
truílun í taugakerfinu, höfuðverk, sveínleysi, hjartslætti o. s.
frv., en sé það haft um hönd í hófi, (2— 3 bollar á dag), þá
veitir pað svo þægilega og saklausa hressingu, að það eru vel