Eir - 01.07.1900, Page 16

Eir - 01.07.1900, Page 16
128 arhérað; 26. Hofsóshérað Magnúsi Jóhannssyni; 27. Siglu- fjarðarhérað Helga Guðmundssyni; 28. Höfðah verfis- hérað Sigurði Hjörleifssyni; 32. Mýrdalshérað Tómasi Helgasyni (settur); 33. Grímsnesshérað Skúla Árnasyni; 34. Kjósarhérað Þórði Edilonssyni; 36. Reykhólahérað Oddi Jónssyni (settur) 40. Fáskrúðsfjarðarhérað Georg Georgs- syni; 41. BerufjaYðarhérað Ólafi Thorlacíus; 42. Vest- m a n n a o y j a h é r a ð Þorsteini Jónssyni. Oskipuð eru enn þá: 7. Blönduóshérað; 24. Hesteyrarhérað; 29 Reykdælahérað ; 30. Axarfjarðarhérað; 31. Fljótsdalshérað; 35. Mýrahérað 37. Flateyjarhérað 38. Nauteyrarhérað; 39. f’istilfjarðarliérað. Síðan 1894 hefir verið augnlæknir í Reykjavík og tann- læknir, báðir moð styrk úr iandssjóði og á Holdsveikraspít- anum læknir síðan 1898. Sögu læknaskipunarinnar hér á landi á 19. öldinni mætti skifta í 2 tímahil, liið fyrra nær frá 1800 til rúmlega 1860; hið siöara frá rúmlega 1860 til aldamóta. Á fyrra timabiiinu fjölgar læknum svo að segja ekki neitt; um 1860 byrjar hér aftur Jæknakenslan og upp frá því fer að koma skrið á málið. Læknum fjölgar smásaman litið eitt fram að 1875, þegar læknaskipunarlögin öðlast gildi og upp frá því heldur lækna- fjölguninni jafnt og þétt áfram fram að aldamótunum. Þessi fjölgun læknanna stafar auðvitað fyrst og fremst af al- mennings þörf, en það er innlenda læknakenslan, sem gerir fjölgunina mögulega. Áður er vikið á það, hve fáir íslending- ar stunduðu læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og sumir af þeim staðfestusl jafnvel í Danmörku, af því að þeim þótti ekki fýsilegt að taka að sér embætti hér og læknisem- bætti voru hér ekki til. Hjaltalín hafði séð það iétt, að lækn- ar mundu ekki fást i embættin hér nema sett væri á stofn innlend læknakensla; var hún ófullkomin í fyrstu en batnaði stórum þogar læknaskólinn var kominn á fót; þetta tvent, læknakenslan og læknafjölgunin helst þannig í hendur; og þeg- ar fyrirstaða sú frá stjórnarinnar hálfu á fjárveitingu til nýrra læknisembætta var úr vegi numin, og alþingi fékk fjárveit-

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.