Eir - 01.07.1900, Page 44

Eir - 01.07.1900, Page 44
156 Ég hef offc verið spurður að því, hvort pað sé ekki óholt að drekka kaffi með rjóma. Ég veit ekki til þess, að rjómi auki neitt óhollustu kaffis. En það er sjálfsagt, það væri hollara fyrir pyngjuna að sieppa rjómanum. Um te má sama segja og kaffi. Það er gersamlega sneitt næringargildi, en hefir hressandi áhrif á taugakerfið, vegna samskonar lyfs og er í kaffl, eða náskilds, og ofbrúkun þess heflr samskonar skaðleg áhrif á taugakerfið, en fremur minna á hjartað. Verðið er svipað, því að þótt.te sé dýrara, er haft sem því svarar minna af því í hvern boila. í raun réttri má telja krydd alt undir munaðarvöruflokk- inn. Tilgangur þess er að gera matinn lystugri, ekki hitt, að veita líkamanum nein næringarefni. En þessi áhrif eru eng- anveginn litiisvirði. Éað eru ekki sælkerarnir einir, sem borða krydd; það gera allir. Kjöt alt hefir í séi' eðiilegt krydd, efni sem gefa því sinn einkennilega keim, einmitt þau efni fara út í seyðið ef ket.ið er soðið lengi, nema það sé láfcið í vatnið sjóðandi. Éað kjöt, sem svo er útseytt, er bragðdauft og ólystugt, og það er marg reynt, að menn geta ekki nema örstuttan tíma komið niður bragðiausum mat, enda þótt svengd þrengi að. Kryddefni í hófi eru því ekki neinn óþarfi, og það krydd- efnið, sem algengast er, matarsaltið, er beinlínis ómissandi, en að öðru leyti þarf ekki að vera sér i neinum sérlegum út- yegum um sölt þau, sem líkaminn þarfnast, t. d. kalk, þvi að það ór æfmlega nóg af þeirn i venjulegri fæðu. Munaðarvöru og kryddi verður aldrei útrýmt, meðan mannseðlið er eins og nú gerist, en menn veiða að muna, að það hættir fremur tii óhóflegrar nautnar hennar en matar, og jafnframt, að þótt óhófið sé skaðlegt 1 öllu, mat sem öðru, þá er munaðarvöruóhóf allra skaðlegast.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.