Eir - 01.07.1900, Side 25
137
vatnið hitnar meira storkna þau, og þau oru einmitt froðan
sem sumar eldakonur fleyta ofan af. Þegar súpan er borðuð
með gerir þetta minna til, þvi að það, sem úr kjötinu fer,
lendir í súpunni.
Um leið og ég minnist á kjötsúpu, verð ég að drepa
á eina hjátrú. Fólk heldur alment, að súpan, seyðið, af
kjöti sé nærandi, og talar um „kraftsúpu", en þetta er mis-
skilningur. Pess konar stipur eru tærar, því að síað er á burt
einmítt það litla af næringarefnum, sem leysist úr kjötinu.
Það sem þær draga i sig úr kjötinu er alls ekki nærandi, en
það er hressandi og fjörgandi, og svipar að þvi leyti til kaffis.
Kæfa er ein sú tegund íslenzkra matvæla, sem íróðlegt væri
að vita um efnasamsetning á, en því er ekki að heilsa, enda er
hún auðvitað misjöfn eftir t-ilbúningi, misfeit, soðkæfa o. s. frv.,
en það er eflaust tieppileg matarsamsetning, som hefir bæði
þann kost að vera smásöxuð og þess vegna engin tannraun,
og geymist hinsvegar sæmilega vel og gerir breytingu frá
hinum tilbreytingalitla íslenzka vetrarmat.
Áður en ég skil við kjötið, skal þess getið, að viðast i
stórbæjum þykir það svo miklu skifta að ekki sé haft á boð-
stólum slæmt kjöt, að þar er af hálfu hins opinbora haft
eftirlit með þvi, og hver og einn fær ekki að bauka sér sem
slátrari, heldur verður að gera það í samoiginlegum opinberum
slátrunarhúsum, þar sem tiygging fæst, fyrir þvi, að þrifaloga
sé gengið frá öllu. Hér þekkist ekkert slíkt, enda eru menn
ekki sérlega vandir að kjóti, að minsta kosti til sveita og éta
jafnt kjöt af sjálfdauðum dýrum sem slátruðum. Auðvitað er
hættulaust að éta kjöt af dýrum sem Itafa farist voveiflega,
en verið heilbrigð. Öðru máli er að gegna um ýmsa sjúk-
dóma; margir þeirra geta gert, kjötið hættulega fæðu, sem alls
ekki má neyta. Svo er t. d. um miltisbrand og fleiri.
Margir hafa hér þann sið að borða kjöt af kindum, sem hafa
haft bráðapest., svo framarlega sem ráðrúm hefir fengist ti) að
slátra þeim, annars ekki. Revnslan virðist hafa sýnt hér að
þetta sé ekki hættulegt. Hitt ætti alls ekki að viðgaiigast