Eir - 01.07.1900, Qupperneq 74
186
sjúkdóraar, því að saraa bakteríutegund er orsðk beggja; ekki
er þó alt, sem alment er kallað kirtlaveiki, af þessari rót
runnið.
Til þess að forða bðrnum frá kirtlaveikinni, verður að láta
þau breyta eftir boðum heilsufræðinnar, svo sem með góðu og
hentugu viðurværi, hreinlæti og nægri hreiflngu úti við. Pess
ber og að gæta, að börnin hafi ekki slæmar hægðir, og verður að
leita læknis við því í tíma. Mjög oft er brotið á móti þessu,
og kemur það niður á börnunum; þau missa matarlyst og hafa
ekki full not fæðunnar.
Annars oru varúðarreglur gegn kirtlaveikinni hinar sömu
sem gegn berklaveikinni, með því að orsök þeirra beggja er iiin
sama; nægir því að vísa til ritgerðar um berklasótt á bls. 141
í 1. árg. „Eirar".
Ef börn hafa fengið ský á bæði augun og sjónin skemst,
verður að hafa gát á, að þau ofþreyti ekki augun á ofmiklum
bóklestri eða smágjörri handavinnu.
2. Augnabólga nýfæddra barna
(Oplithalmia neonatorum gonorrhoica).
Augnabólga nýfæddra bama er sjúkdómur, afarhættulegur
fyrir sjónina. Hann er af útlendu bergi brotinn, fluttur hingað
til bæjarins fyrir fáum árum, og heflr nú tekið sér bólfestu hér
fyrir fult og alt; engin líkindi oru til, að honum verði útrýmt.
Fyrstu 2 dvalarár mín hér i bænum (’94 og ’95) várð ég ekki
sjúkdómsins var; hefði hann þó naumast leynzt. mér, svo að
ég hefði ekki til hans frótt, ef hann hefði komið hór fyrir þá.
En ’96 sá ég hann hór fyrst. Síðan hefir hann með ári hverju
komið oftar fyrir, og á umliðnu ári hefi ég haft hann 3 sinn-
um til meðferðar á nýfæddum börnuru og tvisvar á fullorðnum.
Umliðið ár fæddust um 175 börn hér í bænum; hafa þá 17/10
af hundraði fengið veikina, og rnunu ekki bæir erlendis gera
öllu betur.
í öllum menningarlöndum heimsins er þessi veiki atgeng,
einkum í borgunum. Minna ber á henni til sveita, og svo
mun það eins reynast hér á landi. Samkvæmt skýrslum frá