Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 63
175
Fyrst af öllu verða menn að gera sér ljóst, að hægt er
að hemja útbreiðslu allra næmra sjúkdóma. Slíkt er ekki ó-
vinnandi verk. Og því meiri sem strjálbygðin. er, þess auð-
veldara er verkið. Hér á laudi er víðast strjálbygt, langt á
milli heimilanna, og þess vegna í rauninni afarauðvelt að varna
því, að næmur sjúkdómur berist af einum bæ áannan. Sótt-
kveikjurnar berast aldrei í loftinu bæja á milii, þvi fer fjarri,
að þær komist af sjálfsdáðum svo langa loið. Pan- komast þvi
að eins, að þær séu fluttar á einhvern hátt;1 langoftast eru það
manneskjurnar sjálfar, sem flytja sóttkveikjurnai', miklu sjaldn-
ar berast þær með öðrum skepnum (liundum, köttum). Kn
úr þvi að þessu er þannig háttað, þá er líka auðskilið, að því
er fullkomlega afstýrt, að næm sótt berist af einu lioimili á
annað, ef þess eins er gætt, að afnema allar samgöngur.
Öll sóttvörn er í því fólgin, að koma i veg fyrir, að vótt-
kveikjan berist úr hinum sóttvéika mahni í aðra menn. Til
þess ber tvenns að gæta: — 1) einangra sjúklinginn frá heil-
brigðum mönnum (sóttkviun), að svo miklu leyti, sem það er
unt, án þess að vanrækt sé að veita honum alla þá hjálp og
hjúkrun, sem liann þarfnast — Ss) drepa allar þær sóttkveikjur,
sem út komast úr likama sjúklingsins meðan hann er veikur,
svo að þær verði ekki öðrum mönnum að meini. í’etta sótt-
kveikjudráp köllum vér sótthreinsun.
Þessi tvö meginatriði allra sóttvarna, einangrun og sótt,-
hreinsun, verða nú gerð að sérstöku umtalsefni livort fyrir sig.
3. Sóttkriun.
Sú aðferðin er langtryggilegust, að ílytja sjúklinginn
úr heimahúsuin í sérstakt hús, sem til þess er út-
búið, að hafa í þvi til hjúkrunar og einangrunar sóttveika
menn. Slik hús eru þá kölluð sóttvarnarhús. í ýmsum
helztu kaupstöðunum hringinn í kring um landið er sjálfsagt
að reisa sérstök sóttvarnarhús, er jafnan séu til taks með öll-
1 Þess eru dæmi, að taugaveikissóttkveikja hefir borist í renn-
andi vatni (læk) bæja á milli, komist i lækinn af cfri bænum, komist
úr læknum í neðri bæinn.