Eir - 01.07.1900, Page 32

Eir - 01.07.1900, Page 32
144 kostur, einkum fyrir sjúklinga. Kins og nú liagar til má kalla að læknar geti ekki ráðlagt sjúklingum á sveitabæjum, sem hafa bilaða meltingu eða eru nýstaðnir upp úr ströngum leg- um aðra fæðu en mjólk. Hún er að visu hoil og góð, en hún er enginn „undirstöðumatur," og sjúklingarnir þurfa oft kröít- ugra viðurværi. Þeir þola ekki skyrið, saltkjötið og saltfisk- inn sem er það eina sem annars er til. Þegar svona stondur á, eru eggin fyrirtak. Þótt þau séu eftir söluverði dýrari en kjöt, getur verið álitamál hvort þau kosta hænsnaeigendur svo mikið. Ég get ekki um það dæmt, en mér er óskiljanlegt að fóður hænsnanna geti verið dýrt á sveitaheimilum, þar sem margvíslegur úrgangur verður notaður handa þeim. Stundum heyrist sú viðbára, að hænsnin skommi tún. Það er brosleg viðbára i eyrum þeirra sem þekkja hve hirðulauslega er farið með túnin hér á landi. Gerum ráð fyrir að eggin verði dýrari en kjöt. Menn hika sér þó ekki við að kaupa dýr lyf handa sjúklingum, eins og rótt er, en hentugt viðurværi er þeim oft ekki síður gagn- legt en meðöl. Hænsnarækt hefði enn annan kost fyrir sjúklinga. Kjötið af hænuungum er eitthvert auðmeltasta kjöt, svo það eru ekki eggin ein, sem þeim kæmu að gagni. B. Úr jurtarikinu. Úr jurtaríkinu má fá allar 3 tegundir næringarefna. Nær- ingarefnin í jurtaríkinu safnast fyrir í fræunum og eru í raun róttri ætluð afkvæminu, hinni ungu jurt, til viðurværis meðan hún er ósjálfbjarga. Þessi næringarefni færa mennirnir sér í nyt. Mest kveður að þeim i fræum af rúgi, hveiti, byggi, höfrum, hrísgrjónum og baunurn, í stuttu máli í því sem hér á landi er kallað „konunatur“, en margar aðrar jurtir hafa svo mikil næringarefni í fræunum, að þau eru nýtileg til manneldis. Miklu veigaminni til fæðu eru aðrir hlutar jurta t. d rætur og blöð (kálmeti), en í hnúðum kartöflunnar er töluverð næring, þótt minni sé enn 1 fræum, en það má setja

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.