Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 40
152
ingum síður í geð en hinar sem eru fastar í sér. Aldrei eru
kartöflur verulega auðmeltar og einkum verður að forðast að
láta börn borða mikið af þeim.
Kartöflur geta sýkst á ýmsan hátt. Á síðari árum heflr
hér á landi brytt á þeirri veiki, sem kartöflusveppurinn veldur.
Hann er annars ekki heilsuspillandi fyrir menn, en veldur stór-
miklu fjártjóni.
Aðrir rótarávextir, rófur, næpur o. s. frv. hafa minna
næringargildi en kartöflur, á að gizka helmingi minna, en eru
að sama skapi vatnsauðugri (sjá t.öfluna), en þó er verðmun-
urinn ekki að sama skapi. Þeim hættir enn fremur til að
tréna og verður sá hluti þoirra gersamlega ómeltandi.
Kálmeti heflr enn minna næringargildi, en engu að síður
er það hentugur matur til uppfyllingar, tilbreytingar og smekk-
bætis, enda lítill tilkostnaður við það.
Hér heflr verið farið fljótt yflr sögu, en drepið stuttlega
á hinar helstu fæðutegundir, sem menn leggja sér til mn.nns
á landi hér. Ýmsu heflr verið slept., því eins og sagt heflr verið
er mörg matarholan hér á landi, og margt fleira mætti boi ða,
og heflr enda verið gert. Það er t. d. engin efi á því, að
skelfiskar margskonar, einkum krældingur, er ljúffeng fæða,
og mikið til af honum viða á landi hér, en lítt notaður, enda
er sá galli á, að stundum myndast eitur í kræklingi, sem get-
ur verið svo megnt, að það verði mönnum að bana; það er
ekki mögulegt að vita með vissu hvort eitur sé í honum, eða
sjá það á honum, en mest hætta er á því ef hann hefir lifað
í stöðnum og óhreinum sjó.
Það er ekki heldur efl á því að ætisveppir vaxa hér
og sumstaðar að svo miklum mun, að það gæti dregið dá-
lítið um þá fæðu, en erfltt er að þekkja æta frá eitruðum, og
er þvi ekki hættulaust að neyta þeirra. Að minsta kosti er
óvarlegt að borða þá hráa. Það er vissulega miklu skynsam-
legra að leggja rækt á þá jurtafæðu (kartöflur og rófur) sem