Eir - 01.07.1900, Side 61
173
Ef læknirinn þá liefii' grun um að sjúklingurinn hafi lótist af
einhverjum Þeim sjúkdómi, sem næmur er, ['á er það (il heilla
fyrir heimili hins látna og alla alþýðu manna, að likið sé
krufið. Oftast getur læknirinn i likinu fundið dauðameinið,
og frætt heimilismenn um það, livort dauðamein hins látna er
næmur sjúkdóm’ar, hvort þeim og öðrum sé hætta búin, að
fá sama sjúkdóm, og hvernig þeir helzt geti varnað þvi, að
hann berist út.
Ég hefi áður get.ið þess (bls. iil), að mikill munur or á
því, hvernig hinar næmu sóttir lýsa sér. Sama sóttin getur
birzt í mörgum myndum. Þess vegna kemur það mjög oft
fyrir, eins og eðlilegt er, að alþýða tnanna ruglar sóttunum
saman, villist á þeim. l’etta getur oft valdið meini. Ef barna-
veiki kemur upp á bæ og er væg í fyrstu, þá er afar-hætt við
þvi, að fólk haldi að sjúklingurinn hafi einfalda, almenna háls-
bólgu. Afleiðingin verður þá sú, að fleiri taka sóttina og hún
getur borist i næði á önnur heimili, verið óáreitt, þangað til
hún legst svo þungt á einhvern, að læknis er vitjiið; ef læknirinn
þá fer að finna að því, að haus hafi ekki fyr vorið vitjað, þá er
svarið jafnan eitt og hið sama: ,.okkur grunaði ekki neitt."
Menn ættu að hafa það hugfast á hverju heimili i landinu, að
komi næmur sjúkdómur á heimilið, þá er heimilisinönnum
sjálfum öllum öðrum fremur háski búinn. Menn ættu að gora
sér það Ijóst, að þvi fyr, sem læknis or vitjað, þess hægar á
hann með að vernda aðra heimilismenn frá sjúkdómnum,
varna því að hann breiðist út. Það er rýr afsökun fyrir hús-
ráðanda að segja eftir á — þegar margir eru lagstir —
að hann hafi haldið „að það væri ekki neitt". Menn
horía í þann kostnað, að vitja læknis, en hugsa miklu minna
um það stór-tjón, sem yfir heimilinu voftr, þann háska að
kominn geti verið á heimilið sjúkdómur, er taka muni marga
eða alla heimilismenn, ef ekkert er að gert, og berast þaðan
á önnur heimili. Að vísu verður ekki ætlast til þess, að farið
sé til læknis í hvert sinn, sem einhver heimamanna verður
lítils háttar lasinn. En til hins verðnr að ætlast, og það er
hverju heimili fyrir beztu, að ekki sé tafið, ef nokjcrar minstu