Eir - 01.07.1900, Qupperneq 58
170
skort.urinn. Almenningur veit að visu um ýmsar sóttir, að
þær geta smittað, t. d. taugaveiki, barnaveiki, mislingar og fl.,
en veit óljóst, hvers ber að gæta, til þess að sú og sú sótt
berist ekki af einum á annan. Það er líka erfitt að gera al-
menningi ljóst um sumar sóttir, að þær séu smittandi, t. d.
hoidsveiki og berklasótt, en afar-áríðandi er það.
Öll alþýða, hver einasti maður, þarf að vita, hverjir sjúk-
dómar eru næmir af þeim, sem algengir eru og alþektir í
landinu; hverjum manni þarf að vera kunnugt, hvað hann á
tafarlaust að gera, að svo miklu leyti sem í hans valdi stend-
ur, ef hann tekur einhvern af þessum sjúkdómum, til þess að
aðrir fái ekki sjúkdóminn af honum.
í lækningabók landlæknis J. Jónassens eru lýsingar á
öllum þoim farsóttum, sem algengar eru hér á landi. Fyrir
skömmu var einnig, að tilhlutun amtmannsins í Norður- og
Austuramtinu, gefin út stuttorð, en greinileg lýsing á næmum
sjúkdómum og vörnum gegn þeim, eftir Guðm. Hannesson
iækni1. Sá ritlingur mun vera alkunnur á norðurlandi, en lítt
þektur hér syðra, hefir ekki verið til sölu. Auk þess hefir
á síðari árum verið ritað ýmislegt handa alþýðu um berkla-
veiki og holdsveiki.
Þekking alþýðumanna á hinum næmu sjúkdómum þarf
að aukast enn að miklum mun. Þeir verða að kynna sér
alt það, er um þessa sjúkdóma hefir verið ritað í bókum og
tímaritum.
Og svo þarf hugsunarhátturinn að breytast.
Almenningsálitið er æðsti dómstóll þjóðarinnar. Pað sak-
fellir þann, sem af gáieysi eða glannaskap veldur öðrum manni
tjóni á lífi eða limum með höggum, hrindingum eða því um
líkum athöfnum; þar gerir það skyldu sína. En hiDS vegar
lætur það oftast óáreitta alla þá, sem af skeytingarleysi bera
næmar sóttir á aðra menn, og valda þeim þungum legum og
stundum dauða; þar gerir það ekki skyldu sina.
Ef einhver veit, að liann hefir lungnatæringu, og honum
1) Næmir sjúkdómav. Leiðbeiningar fyrir alþýðu, Eftir Guðm.
HanneHson,