Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 62

Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 62
174 líkur eru til þess, að um alvarlegan næman sjúkdóm sé að tefla. ?að er ekki varlegt, að bíða eftir því, að fyrsti sjúklingurinn verði fárveikur, eða aðrir leggist, það er alt ann- að en skynsamlegt. Tortryggni er talinn löstur. Tortryggni húsráðanda gagnvart veikindum á heimilinu erdygð. Efhann er fátækur og heflr ekki efni á því að vitja læknis í hvert sinni, sem einhver veikist svo að grunsámt þykir, þá getur hann að minsta kosti fundið iæknirinn og skýrt honum frá því, hvernig lasleikanum er varið. Ég veit að húsráðendur munu svara öllu þessu á þá leið, að heimilum þeirra sé ekki að borgnara, þó að þeir fari til læknis tafarlaust i hvert sinn, sem þeim leikur grunur á því, að næm sótt sé komin á heimilið, læknirinn nnini ekki geta varnað því, aö veikin fari i aðra heimilismenn. Éetta er ekki rétt hugsað. Ég mun síðar sýna fram á það, að nijög oft er hægt að sporna við því á heimilunum, að næm sótt berist af einum á annan - ef ráðin eru tekin i tima, og ráðin kann læknirinn. Og ekki er þar með búið: Mannfélagsskyldur hús- ráðanda ná lengra’ en út að túngarðinum. Hann getur ekki látið sér á sama standa, ef næm sótt berst af heimili hans á önnur heimili. Eg veit, dæmi til þess, að gestir hafa komið á heimili, þar sem menn hafa legið í taugaveiki, barnaveiki eða öðrum næmum sóttum, og húsráðendur hafa boðið þeim inn, án þess að geta um við þá, að sótt sé á heimilinu. Gest- ina hefir ekkert grunað. Slíkt hugsunarleysi af hálfu húsráð- enda er svo óskiljanlegt, að því verður engin bót mæld. Éeir haga sér líkt og sá, sem vísar farandmanni yflr ís þá leið, sem liggur beint i vök. Éað mun líka altítt að menn fara hiklaust á aðra bæi og koma þar inn, oftast að þarflausu, þó að þeir viti af næmri sótt heima hjá sér og hljóti að renna grun í að sóttkveikjan geti borist með þeim; þyngst hvilir sökin á þeim, ef þeir ekki láta vita af því, að þeir koma af sóttarheimili. Að bera sóttkveikjur vísvitandi inn á heilbrigð heimili að öllum óvörum er engu minni yflrsjón, enn að bera eld að dyrum á næturþeli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.