Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Blaðsíða 65

Menntamál - 01.04.1962, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL 55 þjóðlífsháttunum, hefur okkur ekki tekizt að sama skapi að efla andlegar dyggðir. Meðal annars kemur sú tak- mörkun fram í tortryggni, — já, jafnvel í hatri. Fræði- lega getum við viðurkennt, að sýna skuli öllum sanngirni, en engum rangsleitni. En í reyndinni er réttur annarra viðurkenndur í hlutfalli við það vald, sem stendur að baki hverrar kröfu. Við vitum vel, að það er hægt að koma í veg fyrir yfir- vofandi ógnir og slys, ef okkur gæti tekizt að ala fólkið upp til æðri manndóms. Vissulega lofar það góðu, að nú krefjast margir nýrrar „siðvæðingar". En talið um sið- væðingu minnir óþægilega á hervæðingu og sýnir glöggt, hve okkur hættir til að leysa vandamálin með hernaðar- legum hætti. Við hervæðumst, jafnvel þótt við ætl- um að vinna í þágu hins góða. Hvers vegna köllum við þetta ekki siðlegt uppeldi, siðgæðis uppeldi, eða bara þegnlegt uppeldi? Sanngirni, heiðarleiki og skyldurækni eru göfugar dyggðir, en þær veita ekki nægilegt burðarmagn þeirri brú, sem byggja þarf frá sál til sálar, frá þjóð til þjóðar. Hún fær burðarmagn sitt frá persónuleika okkar, frá mannúð okkar og manngildi. Og í þessu tilliti erum við mjög langt frá takmarkinu. Til allrar hamingju geisar hið kalda stríð ekki alls staðar, en hið kalda hlutleysi er miklu algengara. Leiðin til að öðlast réttan skilning og sanna sýn ligg- ur í gegnum félagslegt uppeldi, og því fyrr, sem að því er unnið, því betra. ,,Sá, sem ekki nýtur lagsmennsku sem barn, kynnist henni aldrei,“ segir Cederblad í sinni frábæru bók um lýðræðislegt uppeldi. Heimilið leggur enn grunninn að félagslegu uppeldi barnsins með samstarfi sínu og samskiptum við foreldra og systkini. En nútíminn gerir miklu meiri kröfur. Skól- inn verður að gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að byggja betur á þeim grunni, sem lagður hefur verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.