Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Blaðsíða 45

Menntamál - 01.04.1962, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL 35 gangurinn sá, að létta undir með þeim mörgu fjölskyld- um, sem hafa fyrir vangefnum börnum að sjá, en geta ekki vegna rúmleysis eða annarra ástæðna komið þeim á stofnanir við sitt hæfi. Ég þarf ekki að skýra þau mörgu vandamál, sem oft skapast við það að hafa slík börn á heimilum, enda myndi það lengja mál mitt enn meir. Fyrst snerum við okkur til barnavinafélagsins Sumargjaf- ar og vildum fá það til að taka þetta mál að sér, en það sá sér af ýmsum ástæðum ekki fært að sinna því. Þá snerum við okkur til bæjaryfirvaldanna, en fengum þau svör, að ríkið hefði með lögum frá 1936 tekið að sér að reisa slíkar stofnanir og bæri því skylda til að sjá um framkvæmdir allar í því sambandi. Ríkisyfirvöldin sáu sér heldur ekki fært að sinna málinu að svo stöddu, svo að annaðhvort varð félagið að leggja árar í bát eða hefj- ast sjálft handa og valdi seinni kostinn. Húsnæði var tekið á leigu, ráðin fóstra og auglýst eftir börnum. Tvær umsóknir bárust. Eftir á skil ég varla af hverju við gáf- umst ekki upp strax, en við vorum sannfærð um, að fólk þyrfti tíma til að átta sig, enda kom það á daginn. Leik- skólinn starfaði nú einn og hálfan vetur í leiguhúsnæði. Þar voru að lokum komnir sex drengir og almennur áhugi farinn að vakna fyrir starfseminni. Við sóttum strax um styrk frá ríki og bæ til rekstursins og fengum 25 þús. kr. frá hvorum aðila á ári og höldum þeim styrk enn. Eftir þessa vetur kom í ljós, að ógerlegt var að reka þessa stofnun áfram í leiguhúsnæði. Félagið réðst því sjálft í að byggja hús yfir þessa starfsemi sína. Fyrst var í ráði að byggja lítið og ódýrt timburhús eða skála, en til þess fékkst ekki leyfi hjá bæjaryfirvöldunum. End- irinn varð sá, að byggt var 1550 rúmmetra hús, stein- steypt, á einni hæð, með 5 leikstofum, eldhúsi, borðstofu, kennaraherbergi, skrifstofu, tveim hvíldarherbergjum, tveim snyrtiherbergjum fyrir börn, tveim snyrtiherbergj- um fyrir starfsfólk, stórum gangi og tveim fataherbergj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.