Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 6

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 6
4 sögumenn, nje ihugunarefni fyrir þessa trúhneigðu mentamenn, nje fullyrðingar um ágreiningsefni guð- fræðinganna, sem ættu að geta kom- ið prestunum af stað, ef nokkuð getur komið þeim til að skrifa um trúmál í vikublöðin. Þegar eitthvert siðferðisrit kemur út, eru prentaðir úr því heilir kaflar í sumum blöðunum, og ritið ýmist lastað eða lofað fram úr hófi; — en um Barnabiblíuna skrifar eng- inn neitt verulega, nema Jón prófssor Helgason, og var þó grein hans þá í ísafoid (9. nóv. f. á.) öllu fremur um biblíulestur alment en ritdómur um bókina. — Hann komst þar meðal annars að þeirri niðurstöðu, eins og einhver kann að muna, að prestar vorir ættu nokkra sök á því, hve menn afrækja lestur biblíunnar með „þrálátri fastheldni sinni" við bókstafs- innblástur ritningarinnar. — Og sýndi með því furðulegan ókunnugleik á prestum og biblíulesendum þessa lands. Bibiían sjálf kom sömuleiðis út í haust, sem leið, í nýrri þýðingu, eins og væntanlega mun kunnugt, og hef- ur þó sáralítið verið talað um þá þýðingu í blöðunum. Vitanlega er ekkert áhlaupaverk að skrifa ítarlega um nýja biblíu- þýðingu; sá ritdómur gæti orðið nærri eins stór og biblían sjálf, ef

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.