Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 9

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 9
7 að það skyldi ekki ekki vera í vasa- útgáfunni. Og því býst jeg ekki við, að neinn verulegur ágreiningur verði um þýð- ingu gamla testamentisins fyrst um sinn. Alt öðru máli er að gegna um þýðingu nýja testamentisins. Þar hafa þýðendurnir gert svo margar og mikl- ar breytingar frá útgáfunni 1908, að vel má kalla þetta nýja þýðingu, og það er hennar vegna, sem jeg tel miður farið, að ekki gafst. gott tæki- færi og næði til íhugunar og um- ræðu, áður en vasaútgáfa ritningar- innar er prentuð. Þýðing nýja testamentisins hefur víðtæk áhrif á trúarhugsanir manna, ekki síst þegar ungu prestarnir skilja ekki stakt orð í frummáli nýja testa- mentisins. Og heimtar bæði það og trúarágreiningurinn mikli meðal guð- fræðinga vorra tvöfalda varkárni og vísindalega óhlutdrægni af þýðend- unum. „En er þýðingin þá svo siæm eða óhafandi?" kann einhver að spyrja. Nei, þau lýsingarorð koma mjer ekki í hug í þessu sambandi. Málið er viða gullfallegt og þýð- ingin miklu nákvæmari en áður var á gamla testamentinu, og sama er nú að segja víða um nýja testamentið, og miklu betra samræmi komið þar

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.