Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 13

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 13
11 elsson og Jón Helgason, prófessorar, og biskupinn, — er gerð eftir þess- um gríska texta. Ýmislegt má um það segja, og þá fyrst og fremst þetta: 1. Það mun álitamál hvort rjett sje að gera svo mikinn mun á því, hvort ákveðni greinirinn er með orð- inu Kristos eða ekki; þar sem ákveðni greinirinn gríski er margoft hafður í nýja testamentinu með öðrum eigin- nöfnum, einkum þegar þau eru ekki í nefnifalli, og dettur þó engum í hug að skrifa þau með litlum staf þess vegna, eða fara að þýða þau*). 'J’ischendorf, sem frægastur er af textaransóknarmönnum liðinna alda, gerir ekki þennan mun, skrifar Krists nafn alstaðar með stórum staf, og sömuleiðis Gebhardt prófossor í 14. útg. gríska testamentis þeirra frá 1896, og sennilega í hinum útgáfunum líka. 2. Enn fremur er ómögulegt að sanna fyiiilega hvort ákveðni grein- irinn hefur verið í frumhandritinu á þeim stöbum öllum, sem Westcott og Hort setja hann, því að um það, eins og fleira, er margbreytilegt ó- samræmi milli elstu heimiida. 3. Jeg hef rekið mig á að þýð- *) Akveðni greinirinn griski er sömu- leiðis stundum moð nafninu Jesús og stundum ekki, og liafa þýðendurnir þó ekki gert neinn greinarmun á þvi, sem botur fer.

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.