Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 15

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 15
13 (hinn Smurði) upp í Barnabiblíuna fremur en Jahve-nafnið í fyrra bindi Barnabiblíunnar.1) — En skyldu þá ekki margir vilja mælast til þess með mjer, að þýðendur ijetu það ekki heldur komast inn i vasaútgáfu biblíunnar? Sennilega verða það fleiri en jeg, sem kunna illa við að þýðendurnir hafa breytt mannsins son í manns-soninn. Gríski textinn styður þó ekki fremur þá þýðingu en hina, þvi að ákveðni greinirinn er þar með báðum orðunum. Orðin mannsins sonur fengu að vera í friði í þýðingunni frá 1908 og ættu að komast aftur að í vasaútgáfunni. Þau eru mönnum kær og töm; og ó- trúlegt er að þýðendur telji sjer eða þjóð vorri nokkurn hag í að mann- kynsfrelsarinn sje í biblíunni nefndur sem víðast, með nýjum nöfnum, svo að almenningur fari að halda, að hjer sje að ræða um einhvern spá- nýjan Messías, sem nýja guðfræðin haft uppgötvað. Jeg gat þess hjer að framan að nýja testamentið væri þýtt eftir gríska testamentinu, sem þeir Westcott (t 1902) og Hort (f 1892) háskóla- kennarar í Cambridge gáfu út árin 1881 og 1882 eftir langvinnar texta- ransóknir, og endurprentað var 1901. Þeir W. og H. eru alment taldir með fróðustu vísindamönnum í þess- um efnum á liðinni öld, og höfðu

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.