Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 33

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 33
31 Nokkrar fornlatneskar þýðingar fylgja Cambridge-handritinu hjer að máli eins og oftar, en allar elstu og bestu heimildir og handrit að guðspjallinu segja frá tilbeiðslu lærisveinanna, Orðin í 51. v. vanta i vatíkanska handritið, og hafa sömuleiðis fyrst vantað í Sinaí-handritið en verið snemma bætt þar inn í textann, en öll önnur fornhandrit og enn eldri þýðingar hafa þau, svo að harla lítil ástæða er til að ætla að Lúkas hafl ekki upphaflega sagt frá himnaföv Krists. Hjer verð jeg þá að láta staðar numið að þessu sinni, þótt margt fleira sje umtalsvert ekki sist ýmsar úrfellingar þýðendanna, sem engar ástæður eru færðar fyrir. Jeg vona að flestir þeir, sem íhugað hafa þessar greinar mínar, sjeu mjer sammála um að full þörf sje á að ræða um og jafnvel endurskoða enn þá einu sinni þýð. nýja testamentisins; og að minsta kosti sje ekki ástæðulitið að fara fram á að nafnið „hinn smurði" og neðanmáls athugasemdirnar verði ekki í vasaútgáfunni, sem byrjað er að prenta. (Sjerprentun úr „Lögrjettu11 i febrúar, ■inars og apríl 1913).

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.