Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 34

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 34
III. Athugasemdir. Síðan framanskráðar greinar komu í „Lögrjettu11 hefir ýmislegt komið fram i þessu máli, verð jeg því að bæta nokkru við og má sjá á tilvitnunum hvar athuga- semdirnar eiga hoima. Annars ætlaði jeg helst að draga að fullgera rit þetta þangað til vasabiblían væri komin, svo að hægt yrði að minnast á hana um leið, en preut- smiðjunni þykir sá dráttur á sjerprentun full-langur, og vona jeg að geta þá siðar fengið tækifæri til, að skrifa um vasaút- gáfu biblíunnar. 1) (bls. 13). Síra Magnús Helgason skólameistari skýrði síðar frá því í „Lögrjettu", að þeir prófessor Har- aldur Níelsson hefðu verið sammála um, að sleppa „Jahve nafninu" í fyrra bindi Barnabiblíunnar, og mundu sleppa nafninu „hinn Smurði“ viðast hvar í síðara bindinu, eins og nú er fram komið. — Sú yfirlýsing var mjer kærkomin. — En því fremur var á- stæða til, að fara fram á, að þessi orð („hinn Smurði") væru ekki tekin í vasabiblíuna, sem verið er að prenta, — enda er góð von um að svo verði; og mun það eingöngu biskup Þórh. Bjarnasyni að þakka.

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.