Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 52

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 52
50 og Postulasögunní í nokkrum göml- um latneskum þýðingum og í Codex Bezae, geti stafað frá Lúkasi sjálfum. Meðan hann dvaldi í Rómaborg haíi hann sjálfur bætt ýmsu við, þegar hann hafi verið að segja söfnuðinum sögurnar,þær viðbætur hafilifað íminni safnaðarins, og síðar verið bætt inn í rit. hans. Þaðan stafi t. d. hin há- evangelisku orð í Post. 8. 37, sem vanta í síðustu þýðingar á voru máli. í bibliu vorri frá 1747 eru þau rjett þýdd og hljóða svo : Eu Filippus sagði: „Ef þú trúir af öllu hjarta, þá hæfir það“. Hann svaraði og sagði: „Jeg trúi, að Jesús Kristur sje Guðs sonur“. Þessi orð eru ekki til nú nema í einu grísku handriti, Codex Laudianus (E) í Oxforð, frá 6 eða 7. öld, sennilega hefir það og verið í Codex Bezae, en það vantar í hann blað á þessum stað, svo ekki er hægt að fullyrða noitt um það. Sumar fornlatneskar þýðingar og sömuleiðis Yul- gata hafa orðin, og þeirra verður vart hjá rómverskum kirkjufeðrum jafnvel þegar á 2. öld. Og þó er óvist um frumleik orð- anna, þar sem þau finnast naumast nema í vestræna textaflokkinum, sem síðar verð- ur nánar nefndur. — En hvaðau eru ýms slik innskot komin í fyrstu í Lúkasar guð- spjall og Postulasöguna á fyrstu' öldum kristninnar á Vesturlöndum? W. og H. og ýmsir fleiii texta- fræðingar skifta heimildum að texta nýja testamentisins í þtjá aðal-flokka; kenna þeir einn flokkinn við Kon- stantínopel, Antíokkiu eða Sýrland („sýrlenski textinn “), annan

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.